Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 81
IÐUNN]
Ætli mig hafi dreymt paö?
73
leiðið, ég komst ekki lengra. Ég var orðinn örmagna
og heyrði hjartað berjast í brjósti mér. Og svo heyrði
ég eilthvert annað hljóð jafn greinilega. Hvað var
þetta? Það var undarlegt þrusk, sem ómögulegt var
að lj7sa. Var það í höfðinu á sjálfum mér? Kom
það út úr niðdimmri nóttinni eða neðan að, úr
skauti jarðarinnar, frá líkunum, sem var sáð þarna
hringinn í kring? Ég tók að skima í kringum mig
og ég get ekki sagt, hversu lengi ég sat svona. Eg
var stirðnaður upp af ótta og skelfingu, reiðubúinn
að æpa upp yfir mig, viðbúinn dauða mínum.
Alt i einu fanst mér eins og marmarahellan, sem
ég sat á, hrærðist. Víst hrærðist hún, rétt eins og
verið væri að lyfta henni. Ég þaut upp og vfir á
næsta leiðið. Og ég sá, — já, ég sá steininn, sein ég
var að standa upp af, reisast á rönd. Svo kom hinn fram-
liðni í Ijós, — skinin beinagrind, sem ýtti steininum
upp með bognu bakinu. Eg sá þetta greinilega, þótt
dimt væri. Það lýsti af beinagrindinni og steininum.
Og ég sá, meira að segja, það sem letrað var á
marmarahelluna. Þar stóð:
»Hér hvílir Jean Oliver, sem dó 51 árs að aldri.
Hann elskaði ástvini sina, var alkunnur sæmdar-
maður og dó i ótta drottins«.
Afturgangan las þelta líka. En svo tók hún stein
upp úr götunni, ofurlítinn egghvassan stein, og fór
að skafa út, það sem á steininum stóð, mjög svo
grandgæfilega. Það smá-máðist af og loks einblíndi
draugurinn tómum augnatóftunum á staðinn, sem
letrað hafði verið á. Því næst reit hann með bein-
broddinum, sem verið hafði vísifingur hans í lifanda
lííi, með lýsandi letri líkl og því, sem drengirnir rita
á veggi með fosfórspýtum:
»Hér hvílir Jean Oliver, sem dó 51 árs að aldri.
Hann stytli föður sínum aldur með kaldlyndi sínu,
kvaldi konu sína, píndi börn sín, prettaði nágrann-