Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 69
IÐUNN]
Ileimsmj'ndin nýja.
61
til sögunnar. Á tiltölulega skömmum tima tókst lion-
um að búa til fleiri sykursambönd en finnast í öllu
jurta- og dýraríkinu, og fyrir þetta fékk bann Nóbels-
verðlaun. En síðan liafa lionum þó tekist enn dásam-
legri hlutir. Hann er sem sé farinn að búa til ýmis-
konar eggjahvítuefni, einmitt þau lífefnasambönd, er
standa í nánustu sambandi við lífið og halda því
helzt við. Og nú er svo komið, að hundum og öðr-
um skepnum hefir verið haldið á lífi í marga mánuði
samfleytt einungis á þeim efnum, er Emil Fischer og
félagar hans hafa búið til. Þetta hefði enhvern tíma
þótt fyrirsögn og stórviðburður í vísindunum; en nú
hugsa menn meira um að myrða og drepa, en að
tendra nýtt líf og .lialda því við. Og þó er þetta svo
mikill viðburður, að eftir þúsundir ára, þegar nöfn
morðvarganna, sem nú eru að geisa um þvera og
endilanga Evrópu, eru löngu gleyind, þá ljómar nafn
Emil Fischers fram úr fornaldarmyrkrinu sem eins
hins mesla vísindamanns og velgerðamanns mann-
kjmsins.
Og þó er enn svo langt i land lil þess, að maður-
inn geti kveikt og skapað líf, geti búið til lifsfrjó eða
lifandi veru. Þótt búið væri að búa til öll þau lífefna-
sambönd, sem þarf til að halda lífinu við i líkömum
jurta og dýra, þá er enn eflir stærsta sporið, að sjma
hvernig þessi lífrænu efni geti orðið að lifandi lík-
ömum. Þessi lífrænu (organisku) efnasambönd eru í
sjálfu sér dauð, hafa að eins í sér fólginn möguleik-
ann til þess að verða að lifandi holdi; en hin lifandi
eggjahvíta er holdgað (organiserad) efni, hefir tekið
á sig holdlega, lifandi mynd. Munurinn er því mikill
og sundið jafn-breitt og sundið milli lífs og dauða.
En enginn ætti þó hér eftir að dirfast þess að full-
yrða, að þetta sund verði aldrei brúað af mannahönd-
um. Sú brú getur auðvitað átt langt í land, en hún
kemur eins og allar hinar, og ef til vill áður en