Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 198
190
Ritsjá.
1IÐUNN
bls. 4) er hámark listarinnar þetta: »Samræmi náttúru- og
mannlífslikinga er að skapa(!) mannssálir og sálarlif, og
þaðan sjáist áhrif náttúrunnar og samband sálarinnar við
hið ytra líf« (sic! — Hver skilur?). — En vísast mun þér,
ó, Ingimundur, hafa tekist þetla; og mikill spámaður er
risinn á meðal vor íslendinga, þar sem þú ert, — annar
Jón krukk! — Svo að enginn landsmanna fari nú varhluta
af »hugsjónaútleiðslum« þinum og »örlagadómum niður-
stöðunnarw (sbr. Arna), skal hér prentað eitt lítilsháttar
»forspil að niðurstöðu« þeirri (shr. Arna), sem Ingimundur
hefir komist að af andagift sinni um það herrans ár 1917:
Ingimundar-spá.
»Sumarið 1917 verður dýrtíð mikil og hungursneyð á
ísiandi og víðar. Þá svelta allir, sem ekkert hafa að borða;
en áfengi er svo dýrt, að brennivinspelinn kostar 5 kr. í
innkaupi á Reykjavíkurhöfn. Pá verða frost svo mikil, að
allir hverir botnfrjósa, en Tryggvi gamli tekur úr Laugun-
um allan ís til íshússins. Þá eru haldnar tombólur á Jóns-
messu og grímuböll á miðjum túnaslætti, en allir eru búnir
með hey sín í ágústmánuði snemma, ncma G. Björnson.
Hann er búinn í maí. Verð á öllum matvælum liækkar
afskaplega. Þá kostar Sigluneshákarl 12 kr. pundið hjá
Hafliða hreppstjóra og étur hann liann allan sjálfur. En
bændur selja blóðmörskeppinn á 26 ríkisdali. Alt er dýrt
nema steinolian frá »Hinu islenzka steinolíufélagi«. Hún
kostar 3 au. potturinn og minna, ef kej'ptur er farmur. Þá
svelta margir; en fátæklingar borða rottur og mýs og
margarine frá Brynjólfi Bjarnasyni. Rá er alt borðað. Pá
er hungrið svo mikið, að Jón landsskjalavörður Porkels-
son lætur sjóða og hefir til matar sér Reykholtsmáldaga
og ýms önnur forn og fémæt handrit, þau sem á kálfskinn
eru rituð. I Danmörku hafa allir um þær mundir varið
fé sinu til kanónukaupa, svo að enginn hefir ráð á að
kaupa sér matarbita nema kongurinn og drotningin. Þau
selja kanónurnar.
í Pólverjalandi elur hvoljiur folald; en i Reykjavik étur
ársgamall köttur ritstjóra Vísis, þrjá Vísisstráka og nefið
af Júliusi Halldórssyni. Pá gjörist margt sögulegt: Ólafur
Björnsson er gerður að konunglegum hirðritstjóra, og Einar