Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 50
42
G. Björnson:
l IÐUNN
kvæðið þar — eins og hér: »Iig vil mildu heldur
liggja heima«. En nú er viðkvæðið orðið þar — en
ekki liér: »Eg vil miklu heldur fara í sjúkrahúsið«.
— Eg vil biðja menn að íhuga þetta meginatriði mjög
vandlega, gá í kring um sig, gæta að því, sem alstaðar
má sjá dæmi til, livilíkur blessunarfengur það er
fyrir alla sjúklinga, ef aðbúð þeirra og aðhlynningu
er skyndilega gerbreitt lil stórbatnaðar. Hvernig var
ekki um brjóstveika fólkið okkar áður fyr. Þá »vildi
það langhelzt liggja heima« — »ekki fara á spítala«.
En nú er Heilsuhælið okkar einlægl fult.
Því segi ég það, enn á ný: Við verðum að gera
landsspítalann okkar svo vel úr garði, að hann jafn-
ist á við vönduð sjúkrahús í öðrum löndum, þar
sem alþýða manna lifir við lik kjör og hér. — En
þá verður líka kostnaðurinn þetta mikill, sein hér
hefir verið sagl, eða þaðan af meiri.
Nú hlýtur hver skynsamur maður að spyrja sem
svo: — Ætli þetta borgi sig fyrir þjóðfjelagið, þessi
tilkostnaður? Og ég býst við að margur verði fljótur
til svars og fortaki, að þjóðin geli risið undir þess-
um »nýju álögum«, þessum gífurlega »útgjaldaauka«,
180—200 þús. kr. á ári, því vitanlega yrði það alt,
allur þessi árskostnaður, að koma úr vösum lands-
manna, hvorl sem bróðurparturinn yrði nú lekinn úr
landssjóði, eða píndur út úr sjúklingunum.
En l'átt er of vandlega hugsað.
Við skulum hugsa okkur alla þjóðina sem eina
fjölskyldu, á einu heimili. Það er þá eins og gengur,
að fríska, fullorðna fólkið verður að vinna fyrir ó-
mögunum, börnum og örvasa gamalmennum. Og
deyi börnin óþroskuð eða hálfþroskuð, þá er þar
unnið fyrir gýg. Og veikist einhver af vinnandi íólk-
inu og fatlist frá verki, þá er liann orðinn ómagi.