Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 92
84
Skáldið
IIÐUNN
Halló, halló, halló!
Nú ýtum frá sandi
og sigium frá iandi.
Halló, hallóf--------
Annars er skrítið, hvernig það kvæði er til orðið;
og sýnir það, hversu Jóni var létt um að yrkja í þá
daga. Piltar léku þá oft sjónleika um miðsvetrarleytið
og höfðu það til siðs að syngja eitthvert ný-ort kvæði
undan leiknum. í þetta sinn (1873) höfðu þeir fengið
loforð hjá Jóni um að yrkja kvæðið, en hann var
þá á einhverju slarki, og svo rann upp dagurinn,
að ekki fengu þeir kvæðið. Kristján Eldjárn og annar
maður til fóru þá heim til Jóns kl. 2 um daginn,
en hann bjó þá eins og síðar á horninu á Laugavegi
og Skólavörðustíg. Þegar þeir koma inn til Jóns,
sefur hann svefni hinna réttlátu. Kristján veður þá
að honum, dregur hann harkalega fram á rúmstokk-
inn og heimtar af honum kvæðið; en Jón hafði
ekkert kvæði ort. Lofar samt að gera það svo tíman-
lega, að þeir geti sungið það um kvöldið, og það varð:
Halló, halló!
Á bylgjandi hárum
nú beitið ei árum,
en seglið þér greiðið,
þvi gott er nú leiðið
og látum nú kloflnn hinn löðrandi sjó,
því leiðið er inndælt. Halló!
Annað kvæði, sem Jón var að eins eina »matmáls-
stund« að Jrrkja, var hið þjóðkunna kvæði »Máninn
hátt á himni skín«. Þeir liöfðu komið sér saman um
það ungir mentamenn í bænum, ég held að undirlagi
Valdemars Briems, að halda álfadans á gamla-árs-
kvöld 1871. Verkum var þannig skift niður, að Ólafur
sá, sem nefndur var »Hvítaskáld« í skóla, síðar
prestur að Ríp, skyldi yrkja upphafskvæðið, er álf-