Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 114
106
Sigurður Nordal:
[IÐUNN
En i kringum okkur er ljós, og þó það sé dauft,
reynum við að hugsa við það, reynum að sjá sem
lengst fram og aftur, reynum að ná í geisla, sem gætu
borið okkur inn í eilífðina. Við getum hugsað um
slíkt hérna við háborðið, og vegna þessarar hugsunar
finnum við okkur í ætt við eitthvað æðra og varan-
iegra. Það er liklega hreinasta gleðin okkar. En
hugsaðu um alla þá, sem lifa alla sína æfi i myrkr-
inu. Enginn hefir kent þeim að leita skiinunnar,
enginn kent þeim að undrast og spyrja. Þeir grúfa
sig ofan í jörðina, og öll þeirra hugsun er að afla
brauðsins til þess að lifa. Þeir fá ekki annað en að
draga fram lífið fyrir alt sitt strit. Afganginn hirðum
við. Hve máttvana er ekki ljósið gegn hinu óendan-
lega myrkri. Hvern geisla verður lífið að kaupa fyrir
margfalt verð. Kolin, sem knýja áfram lestirnar okkar,
eru dýru verði keypt. Fyrir þau er fórnað miljónum
manna, sem þræla í myrkrinu. Lungun fyllast af
gasi og ryki, og andlitin eru tærð og bleik undir
kolahríminu. Miljónir sálna vakna ekki til annars en
þessarar fórnar — og hatursins á böðlunum!
Finnurðu ekki hatrið leggja upp til okkar eins og
nákaldan gust? Hefirðu ekki fundið það slá auðn-
arblæ á lífið daginn eftir gildið? Það er eldurinn, sem
brennir, en logar ekki. Jörðin er eins og stór kirkju-
garður og við mennirnir hræljós á gömlum gröfum.
Nei, það sem verra er. Við erum lifandi verur og
troðum á bræðrum okkar og systrum, kremjum líf
undir fótum okkar í hverju spori, gleði, tilfinningar,
sakleysi, alt er fótum troðið. Og börnin, börnin!
Hvaða djöfull er það, sem gefur einu barninu í arf
auð og heilsu, öðru sjúkdóma og eymd og spillingu!
Mig hryllir við því öllu, hryllir við sjálfum mér«.
Hann drakk út úr glasinu, fylti það aftur og horfði
fast á mig. »Þú heldur líklega, að ég sé fullur eða
villaus, ungi maður. Má vera, að ég sé annaðhvort