Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 155
IBUNNl
Um notkun lifsins.
147
hvernig við fáum bezt ávaxtað hinn dýrmæta fjár-
sjóð lífs okkar. Sumir setja lífi sínu eitthvert markmið
og sumir ekkert. En fyrsta markmið okkar allra ætti
að vera þetta, að gera sem mest og bezt úr sjálfum
sér. »Æðsta markmið og keppikefli hvers manns
ætti«, eftir því sem Humboldt segir, »að vera það að
þroska alla krafta sína sem mest hann má og í sem
beztu samræmi hvern við annan, svo að úr því verði
samstæð, fullkomin heild«. Eða, ef við tökum okkur
aftnr orð Jean Paul’s i munn — »að gera eins mikið
úr sjálfum sér eins og unt var að gera úr þeim efni-
við«. En — við megum ekki gera þetta eingöngu í
eigin hagsmuna skyni, því að þá eruin við dæmdir
og léttvægir tundnir. »Einskis manns einka-hamingja
getur verið nægilega veglegt markmið fyrir lífi hans«,
segir Bacon. Mestu og beztu andar mannkynsins eins
og Búddha og Kristur, eða Platon og Aristóteles,
hefðu aldrei náð fullkomnun sinni, hefðu þeir talið
það nægilegt að vera sjálfum sér nógir.
Gerum þá ráð fyrir, að maðurinn eigi að gera
sem mest og bezt úr sjálfum sér til þess að láta gott
af sér leiða bæði fyrir sjálfan sig og aðra, hvílíkt
vandaverk verður þetta þá ekki og hvílík ráðgáta
verður þá ekki maðurinn. Boðorð Sókratesar um, að
maðurinn eigi að kynnast sjálfum sér (yvmi)i oecivtöv)
verður þá fyrsta boðorðið. En hversu örðugt verk
og vandasamt er það ekki? Montaigne sagði t. d. um
þetta á sinn einkennilega hátt: — »Eg þekki ekki
»eina eins mikla kynjaveru og viðundur í veröldinni
eins og sjálfan mig«. Og Sir T. Browne, sem lifði
þó svo tilbreytingarlausu og rólegu lííi, segir oss, að
sér finnist sem það hafi verið »þrjátíu ára kraflaverk,
°g að lýsa því líkist frekar skáldskap en sögu, enda
gengi það æfintýri næst«. Svona getur hvers manns
lít orðið honum að æfintýri.
Að fara að ráða mönnum, hvernig þeir eiga að
10*