Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 28
20
Jóhannes Friðlaugsson:
[IÐUNN
Svo gengu þeir inn í baðstofuna.
Jóhann bauð honum sæti.
»Hvernig ertu með hey?« spurði Jóhann, þegar
þeir voru seztir.
»Ég er alveg orðinn heylaus. Á ekki nema nokk-
urra daga gjöf handa kúnni, en ekkert hár handa
fénu. Ég kem frá Stað, var að reyna að fá hey hjá
séra Pétri«.
»Hvernig gekk það?« spurði Jóhann.
»Algert afsvar. Hann sagðist ekki mega láta meira,
fyr en sæist fram úr með harðindin«.
»Á? — Hann er þó mjög vel birgur. Eg skoðaði
hjá honum heyin núna í vikunni, og ég er viss um,
að hann hefir nægileg hey fram í fardaga, þótt ein-
lægt yrði gefið inni; — en maður vonar að það
komi ekki fyrir. Ég er forviða, að hann skyldi ekki
lijálpa þér eitthvað«.
»Já, það þýðir ekki að tala um það. Iig fer ekki
til hans aftur í þeim erindum. Það liggur ekkert
fyrir þessum skepnum mínum nema hnífurinn«,
sagði Ingólfur. — »Nema ef þú gætir gert svo vel
og hjálpað mér«, bætti hann við hálf hikandi.
»Ef ég á að segja eins og það er, Ingólfur minn,
þá er ég búinn að láta svo mikil hey, að ég er ekki
óhræddur um sjálfan mig. Eg á í mesta lagi hálfs-
mánaðar gjöf, ef innistöður verða, og svo handa
kúnum, það sem þær þurfa fram úr í venjulegum
vorum. Mér gengur því ekki vel að hjálpa öðrum,
en saml þykir mér leiðinlegt, að geta ekki eitthvað
hjálpað þér, þegar svona stendur á fyrir þér. Eg veit
ekki hvað ég á að segja. Ég held samt, að þú verðir
að reka kindurnar hingað á morgun. Ég hef nóg
húsrúm handa þeim. Mér þykir það betra heldur en
að taka heyið úr tóftunum og flytja það í burtu.
Ég læl þær svo lifa og dejrja með mínum skepnum.
í*að fer einhvern veginn, vona ég. Ég trúi ekki öðru