Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 162
154 Lord Avebury: [IÐUNN
og oss mun alveg furða
hvað oss hefir Drottinn veitt.
Og ekki eru það einungis þeir, sem eru kugsunar-
iausir, eigingjarnir og vondir, sem í hinni ófyrirleitnu
baráttu fyrir eigin hagsmunum gera bæði sjálfa sig
og aðra óhamingjusama. Við verðum að kannast við,
að margur góður maðurinn og mörg bókin, sem ef
til vill er rituð í bezta tilgangi, hafa gert sig sek um
það sama. Þau hafa t. d. lýst óheilbrigðu og illu
líferni á glaðlegan, aðlaðandi hátt; eða lýst dygðinni
eins og einhverri sjálfsfórn eða trúnni eins og ein-
hverri meinlæting. Þannig voru trúardómstólarnir á
miðöldum hinir grimmustu í öliu athæfi sínu; menn-
irnir, sem sátu þar að dómi, voru sjálfsagt margir
góðir menn á sína vísu, en þeir trúðu því nú, að
það væri guði þóknanlegt, að pýnda menn til trúar,
og misskildu þannig algerlega anda kristindómsins.
Jafnvel nú á dögum má enn hitta þá menn fyrir, sem
halda að öll gleði sé óguðleg og liið eiginlega eðli
trúarinnar sé að vera önugur, súr og svartur í sinni;
að t. d. sólbjört, skínandi náttúran, sem umlykur oss,
sé oss til freistni og bölvunar, en ekki til blessunar,
ekki sú guðsgjöí, sem gjafarinn allra góðra hluta hafi
gefið oss af ríkdómi sinnar náðar.
Enska skáldið Cowper kemst svo að orði í tveim
fögrum ljóðlínum:
Brautin sorga og sú brautin ein
ber til pess lands, par ei sorg er nein.
Nú er það engum vafa bundið, að við komumst
ekki hjá sorg og söknuði í lííi okkar. Aldrei er skin
án skugga, og ekki ættum við að kvarta undan því,
þótt þyrnar séu á rósunum, lieldur ættum við miklu
fremur að vera þakklát fyrir það, að þyrnar bera blóm
og meira að segja fegurstu blómin. Sorgir þær, sem
eru samfara hinum ólijákvæmilega ástvina-missi, eru
ekki einu sorgirnar, sem eru okkur áreiðanlega vísar,