Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 143
IÐIINN]
R. Kipling: Lisbeð.
135
jafnmikið fyrir liana, — en gullfalleg varð hún. Og
þegar fjallastúlka er gullfalleg, þá er það vel óinaks-
ins vert að takast á hendur margra mílna ferð um
vondan veg til þess að sjá liana.
Andlilið á Lisbeð var fagurt sem á grískri gyðju.
— Það var eitt af þeim andlilurn, er menn mála svo
oft, en sjá svo undur sjaldan. Hún var föl í andliti,
ívið dökkleit og mjög liá vexti, eftir því sein hennar
fólk gerðist. Augun voru yndisleg; og ef hún hefði
eigi verið klædd hinum andstyggilegu sirzflíkum, er
trúboðar hafa slíkt dálæti á, þá mundi margur, er
óvörum mætti henni á gangi um fjallahlíðarnar, hafa
ætlað, að hún væri Diana hin rómverska á dýra-
veiðum.
Lisbeð hneigðist skjóll að kristinni trú og kastaði
henni ekki, er hún varð gjafvaxta, eins og sumar
fjallastúlkur gera. Fólkið hennar hataði hana, af því
hún hafði gerst »memsahib« (o: Evrópukona), eins
og það komsl að orði, og þvoði sér daglega, og
prestskonan vissi ekki, hvað hún átti við liana að
gera. Það er einhvern veginn svo, að fólk kinnokar
sér við að biðja hávaxna, tígulega gyðju að þvo diska
og önnur matarílát.
Og Lisbeð lék sér því við börnin prestsins og
gekk i sunnudagaskólann, las allar bækur, sem lil
voru á heimilinu og varð æ fegri og fegri likt og
kongsdóltirin í æfmtýrinu. — Prestskonan var á því,
að stúlkan ætti að fara í vist í Simla, verða barn-
fóstra eða eilthvað »fínt«. En Lisbeð kærði sig ekki
um að fara í vist. Hún var ánægð þar sem liún var.
Þegar ferðamenn komu til Katgar, og þeir voru
ekki margir á þeim árum, þá hafði Lisbeð þann sið
að loka sig inni í lierbergi sínu, af því að hún ótt-
aðist, að þeir mundu, ef til vill, taka hana og fara
með hana til Simla eða eitthvað út í hinn ókunna
lreim.