Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 13
IÐUNN1
David Lioyd-George
299
en liugur hins unga nianns hneigðist að veraldar-
sýslunum og mannaforráðum. Hann fastréð að nema
lög til þess að greiða sér götu til gengis og frama.
Stundaði hann laganámið með frábærri alúð og elju
og fékk brátt mikið orð á sig fyrir skarpleika og
dugnað. Þegar hann stóð á tvítugu, hafði hann leyst
af hendi öll sín próf. Hann gerðist nú málaflutnings-
maður og fór það starf vel úr hendi; fékk hann all-
mikið að starfa, en tekjurnar uxu ekki að sama
skapi, og efnahagur lians var enn svo þröngur, að
hann gat ekki keypt sér kjól fyrir 3 pund sterlinga,
til þess að mega fara með mál í London. Hann
dvaldi því enn nokkur ár í Wales og aílaði sér
mikilla vinsælda og fylgis hjá almenningi með mál-
færslustörfum sínum, en þótti hins vegar ákaflega
ónærgætinn og óvæginn við andstæðinga og dóm-
endur, þegar því var að skifta. Hann varð nú ein-
dregið fylgjandi jafnréttiskröfum velskra þjóðernis-
manna (Nationalisls) og liinir framúrskarandi yfir-
burðir hans: hugprýði og snarræði, þrek og þrautseigja
samfara miklum vitsmunum, frábærri málsnild og
iægni að koma sér við, skipuðu honum brált á bekk
með lielztu forkólfum þeirrar stefnu.
Þegar Lloyd-George var 26 ára að aldri, var liann
kjörinn þingmaður í kjördæmi einu í Wales, er
Carnarvon heitir. Átti liann að þakka kosning sína
eiginleikum þeim, er áður voru nefndir, sem og ötulli
baráttu fyrir afnámi ríkiskirkjunnar í Wales og ein-
dregnu fylgi við bindindismálið. Hann fylti á þingi
flokk hinna velsku þjóðernismanna og gerðist áður
en langt um leið foringi þeirra, en fylgdi að öðru
leyti oftast nær frjálslynda flokknum að málum, þótt
leiðtogum hans þætti hann stundum erfiður í taumi
og allkröfuharður fyrir hönd Walesbúa.
í fyrstu lét Lloyd-George ekki mikið á sér bera á
þingi. Hann lagði nokkra hríð lítið til málanna, en