Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 49
IÐUNN]
Sjálfsmoröingjarnir.
335
á ljósi, til þess að geta búið sig undir það, sem
liann ætlaði að gera. Hann nam staðar og fálmaði
ofan i vasa sinn; og við næsta skrefið rak hann sig
á eitthvað, sem veifaðist til, þegar hann kom við
það, líkt og maður héngi þar í lausu lofti.
Tournicquot hrökk aftur á bak felmtraður. Kaldur
svitinn hljóp út um hann, og nokkur augnablik skalf
bann svo ákaflega, að hann gat ekki kveikt á eld-
spýtu. Að lokum tókst honum það, og þá sá hann
mann, sem virtist vera dauður, hanga í snöru í dyr-
unum.
»Ó, guð minn góður!« sagði Tournicquot og stóð
á öndinni. Og það var eins og hjartsláttur hans
bergmálaði um mannlaust húsið.
Mannúðin knúði hann lil þess að bjarga mann-
ræflinum, ef þess var enn kostur. Skjálfandi reif hann
upp hnífinn sinn, og fór að saga sundur snærið, eins
og hann ætti lífið að leysa. Snærið var digurt, og
hnífsblaðið Iítið; honum fanst heil eilífð líða, meðan
hann var að saga þarna í myrkrinu. Bráðlega lét
einn snærisþátturinn undan. Hann beit á jaxlinn og
tók alt af fastara og fastara á hnifnum. Alt í einu
fór snærið sundur og líkaminn dalt niður á gólfið.
Tournicquot fleygði sér niður við hliðina á honum,
reif upp kragann, og gerði hamsleysis-tilraunir til
þess að fá hann til að fara að anda aftur. Árang-
urinn var enginn. Hann hélt áfram við þetta, en
Hkatninn lá alveg hreyíingarlaus. Hann fór að hugsa
um það, að það væri skylda sin að gera lögreglu-
mönnum viðvart, og hann spurði sjálfan sig, hverja
grein hann ætti að géra þess, að hann hefði verið
þarna staddur. Einmilt meðan hann var að hugleiða
þetla, varð hann var við lífsmark. Maðurinn stundi,
og það var eins og eilthvert kraftaverk væri að gerast.
»Verið þér hughraustur, lagsmaður!« sagði Tour-