Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 76
362
Skáldið
[ iðunn
Mér var heldur aldrei um
aö eiga nokkru sinni
málsverö undir embættum
eða lýðhyllinni. (I, 242.)
Er þá Stephan kannske einhver »trúlaus ójafnaðar-
maður«? Nei, Qarri þvi! Hann er eftir því sem ég
bezt fæ séð jafnaðarmaður hinn mesti og vill einmitt
að trú manna komi fram i verki, sbr. vísuorðin:
Hagnaðslaus að vilja vel
verður hreinust trúin.
Ef þig fýsir fólksins að
farsæld nokkuð hlynna,
legðu hiklaust hönd á pað.
— Heitust bæn er vinna! (I, 247.)
í lifi sínu liefir Stephan sjálfsagt átt örðugt upp-
dráttar oft og einatt og orðið að vinna, orðið að leggja
á sig. Því segir hann líka í »Vetrarriki« (I, 218):
En klakann og mjöllina met eg pér betur,
því mjallar og klakans ég fósturbarn er.
Og ég á í æíinni oftast nær vetur
einn íleiri en sumri mín, hvernig sem fer.
En þó lítur ekki svo út sem hann vilji skifta né að
hans innri mann hafi kalið, því rétt á eftir bætir
hann við:
Eg veit það er indælt við sjávarins sanda,
þá sólarlags gullþiljum ládeyðan felst;
en þar kysi eg landnám, sem langílestir stranda,
ef liðsint ég gæti — ég bygði þar helzt.
Og ennfremur:
líg veit það er lánsæld að lifa og njóta,
að leika og hvíla sem hugurinn kýs;
en mér íinst það stærra að stríða og brjóta
i stórhríðum ælinnar mannrauna ís.
Þa rna sjáið þið innræti Stephans: göfuglyndi lians
og karlmensku. Og vinfastur er hann víst með aí-