Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 74
360
Skáldið
[ iðunn
menn séu skáld og afburðamenn, er þeir sjá þannig
það stærsta í þvi smæsta — maximum in minimis —
hin dýpstu sannindi í hversdagslegustu hlutum eða
atburðum.
Stephan G. Stephansson er eins og sýnt var fram
á með þessum tveim kvæðum ágætt náttúruskáld;
en auk þess er hann bæði ádeiluskáld, er ræðst á
alt, er honum þykir feyskt og fúið, og hugsjóna-
skáld, sem ann því og ber alt það fyrir brjósti,
sem hann hefir einu sinni fengið ást á. Og öllu þessu
segir hann frá i styrku, en stundum lika æði myrku
máli. Sannfæringarhiti og þung undiralda er þó í
öllu því, sem hann hefir fram að færa; og stundum
er hann svo spakmáll og líkingar hans svo átakan-
legar, að þær læsa sig inn í hugann. Stephan er í
einu sem öðru, og það skal sagt honurn bæði til
lofs og lasts, vandræða-skáld vorrar kynslóðar.
Á stultri stund sem þessari get ég auðvitað ekki
lýst öllu því andlega verðmæti, sem Ijóð Stephans
hafa til brunns að bera. Enda er hann svo marg-
raddaður og svo víðfeðminn, að það þyrfti heila bók
til þess að lýsa honum svo sem skyldi. Til þess
þyrfti að lýsa hverri hliðinni á honum fyrir sig:
náttúruskáldinu, mannlífsskáldinu með yrkisefnin
forn og ný, hugsjónaskáldinu, heimsádeiluskáldinu,
fyndnisskáldinu og síðast en ekki sizt því, sem flestir
telja Stephani fjarst, Ijóðskáldinu ljúfa og þýða, sem
þegar því er að skifta á jafn-Iétt með að lýsa unaði
bjartra sumarnátta eins og frosthörkum og vetrar-
kuldum.
Eg ætla nú að eins að lýsa honum lítillega sem
ljóðskáldi, sagnaskáldi og ádeiluskáldi og á þó næsta
örðugt með að greina þetta að, því eins og að lík-
indum lætur er alt þetta ofið hvað inn í annað hjá
Stephani.
Fyrst langar mig þó til þess að ná í manninn