Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 67
IÐUNN]
Póra.
351!
Nú tókst mér upp að tala, liugsar hann.
»Þér drekkið vonandi kafíi hjá mér? Eg á heitar
kleinur«.
»Kærar þakkir. Það er nú mesti óþarfi; lieitar
kleinur! Slíku er maður nú ekki vanur í einbýlis-
skapnum«.
Hún ber á borð, hrokaðan kleinudisk, kemur með
stóran skeggbolla og setur fyrir Jón.
»Þetta var nú uppáhalds-bollinn hans Sveins míns
sáluga«, segir hún og viknar við, »ég má muna
mína aðra«.
Það er satt — hugsar hann — nú er hún hvorki
skömmuð né barin. En hátt segir liann:
»Ójá, það gengur svo; lííið er valt og lukkan er
»halt«, eins og Mangi skáldi segir«.
Hún sezt hjá honum í legubekksskriílið, sem stendur
andspænis rúmi hennar. Hún er hávaxin og holdug.
Það hriktir hátt í legubekknum.
»Eg iná bjóða yður ofurlítið í bollann aftur?«
»Það er nú alt of mikið, kannske ósköp lítið«.
»Hefir vður aldrei leiðst að vera svona einn?«
segir liún hlýlega.
»Eg er það nú sjaldnast; það er margur, sem
kemur inn til mín, Siggi Jóns kemur oft og Langi-
Jói stundum. Og svo — —«
»Nei, ég meina, hefir j'ður aldrei leiðst að koma
inn í kalda stofuna, og verða að fara að sýsla um
mat, svona aleinn?«
»Ekki þykir mér það nú beint skemlilegt, einkum
þegar ólag er á »kogaranum«. En það er svo dýrt
að hafa ráðskonu, þær eru svo dauðans ejrðslusamar«.
»Ráðskonur, já — —«
»Vitið þér, hvað inér datt í hug? Nei, það er satt,
hvernig ættuð þér að vita slíkt. — — — Mér datl í
hug, að við ættum að drekka »dús«, eins og kon-
súlsfrúin segir«.
Iðunn II.
23