Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 86
372
Skáldið
l iðcnn
í mannheimum framsókn og fastheldni svo
sér fylkir að Hjaðningavigum,
og ósjálfrátt bróðir par bróður sinn vo —
svo berjumst við allir og hnigum.
Svona yrkir Stephan, opnar oss þegar minst von-
um varir þá útsýn og þá djúpsýn, sem vér aldrei
gleymum og verður oss að dýrmætum lífssannindum.
En ég má ekki dveljast lengur við þennan þáttinn í
skáldskap hans, þótt ég gæti til tint margt fleira af
þessu tagi. Og þá kem ég loks að ádeiluskáldinu.
IV.
Stephan er stundum napur og berorður í ádeilum
sínum, eins og svo margir riddarar hugsjónanna liafa
verið. En stundum er hann líka svo mjúkur, að
maður finnur ekki til fyr en stálið smýgur merg og
bein, svo að maður bliknar við. Eða hvað segið þið
um kvæði eins og Vögguvísur (II, 257):
Það var fæddur krakki í Koti, —
kúrði sig í vögguskoti
bláeygur með bros á munni
businn, efni manns,
gestur, sem að enginn unni
utan mamma hans.
Mánaljós um mjallir blakli.
— Mamma svaf, en Island vakti,
fóstran hans og vörn á vegi
vögguljóðið kvað.
— Ef þú kant það kvæði cigi,
kveða skal eg það:
»Byrgðu aftur, anga-tetur!
augun blá eins lengi og getur;
liulinn óður lilær i hvarmi,
hendingar á vör.
Sofðu skáld i barnsins barmi,
blint um eigin kjör.