Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 90
376
Skáldið
l IÐUNN
hans væri snúið þvers um við hinar grafirnar, enda
komu grafmennirnir sér fljótt saman um það:
Ei þarflubbinn óvandaður
eins að liggja og dánumaður!
segja þeir. Og:
Eftir japl og jaml og fuður
Jón var graflnn út og suður.
En eitthvað varð þeim órótt innanbrjósts yfir því
að hafa lagst svo á náinn og ekki laust við, að Jón
gerði vart við sig, að honum þætti svalt að liggja
svona þversum og að kirkjubaki. Og þeir segja í
svefnrofunum:
Já, sú ending! ekki að lofa
út af dauður fólki að sofa!
En hvað finst sjálfu skáldinu?
— Meðan nokkrir, satt að segja,
svipað Jóni lifa og deyja
lengi í þessum heimska heimi,
hætt er við menn illa dreymi.
Stephan G. Stephansson bindur ekki ádeilur sínar
við ísland eða íslenzk yrkisefni. Hugur hans hefir
hvarflað víða, hvimað út um víða veröld og alstaðar
hefir hann tekið máli þeirra, sem héldu liugsjónun-
um fram, en urðu fyrir skakkafallinu. í »Ætlunum«
(II, 202) fylgir hann forustumannsefninu, sem varð
að flýja land sitt, lengst út í óbygðir, þar sem hann
deyr frá hálfsmíðuðu hreysi sínu. Hann rekur líf
Indiánanna og Heimskautsfaranna. Hann gistir »Sig-
urð trölla«, sem hefir varið lífi sínu til þess að etja
við sjálfan guð. Hann lýsir uppreisn verkamanna í
Pétursborg, dómsmorðinu á Dreyfus, og að síðustu
hellir hann í stórfeldasta kvæðinu, sem hann hefir
ort, reiðiskálum sínum yfir Englendinga úl af aðför-
um þeirra við Búana, en syngur jafnframt hinum
aldna Búa, er lætur lííið fyrir land sitt og arin, þá