Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 18
304 Þorleifur H. Hjarnason: [ IÐUNN’ áður, að erfðagjald af fasteignum var hækkað, að skattur var lagður á ónotaðar lóðir og lönd, sem og ef land hækkaði í verði fyrir einhver ytri atvik; á hinn bóginn var enginn skattur lagður á akurlönd eða land sem væri tekið til þarflegra afnota. Loks vildi hann að tollur á áfengi og á tóbaki yrði hækkaður að miklum mun. Af hálfu íhaldsmanna var mótspyrnan gegn frum- varpinu afskapleg. Blöð þeirra kváðu þessi .byltinga- og jafnaðarmanna fjárlög' vera allskostar óhafandi. Þau væri sprottin af því, að LIoyd-George, sem ætti til öreiga að telja, hefði frá barnæsku lagt fæð á efnamenn og sæi ofsjónum yfir vildarhag þeirra, en jafnframt ættu þau að auka áhrif hans og vinsældir hjá lj’ðnum, svo að hann gæti með aðstoð hans steypt gömlu Whiggunum og Asquith af stóli og orðið síðan stjórnarforseti. Lloyd-George og fylgis- menn hans héldu því hins vegar fram, að fjárlög þessi væri í fylsta samræmi við stjórnmálastefnu hans fyr og síðar. Hann hefði réttilega séð, að frjálslyndi flokkurinn mundi þegar í stað fyrirgera tilveru sinni og fylgi lijá þjóðinni, ef hann hefði ekki hug og dug til þess að bindast fyrir umbótum á kjörum alþýðu og olnbogabarna þjóðfélagsins. Umræðurnar um fjár- fagafrumvarpið sóttust seint í neðri málstofunni, þó að frjálslyndi flokkurinn stýrði þar miklum meiri hluta. Fjármálaráðherrann var þar sýknt og heilagt og komst stundum ekki í háttinn fyr en kl. 6—7 að morgni. íhaldsmenn og Balfour foringi þeirra leituð- ust hins vegar á allar lundir við að fá stjórnina til þess að stofna til nýrra kosninga; konungur skarst sjálfur í leikinn og reyndi að miðla málum og for- sætisráðherrann var þess fýsandi, að sættir tækist, en Lloyd-George liamaðist því meir móti íhalds- mönnunum. Þegar neðri málstofan hafði samþykt fjárlögin við aðra umræðu 7. dag októbermánaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.