Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 40
326
I"'iölu-Björn.
1IÐUNN
Tröllunum efra átt þú æ að sýna,
að aldrei hræðist þú in myrku völd;
sannleikann lát í sjónir þeirra skína
og sæk þau fram á æíi þinnar kvöld, —
drep þau, rek með ljóssins beilta brandi
burt alt ljótt og vont úr þessu landi.
(Réttir út hcndina.)
Táp og festu! ástir á því góða,
einlægni, drengskap, fagurt hugarþel,
göfuga sál og gáfu til að Ijóða
gef eg þér! Nú, Björn minn, far þú vel!
(Konnn hverfur.)
B j ö r n
(alvaknaður);
Guð minn góður! Dreymir mig á daginn?
Dísin farin! — Var það kraftaljóð?
Eða þá ofheyrn? — Á þær er ég laginn.
— Æ, hún söng svo fagran, dýran óð.
B ö d d
(úr klettinum):
Rís þú nú, Björn, og gaklc þú beinl af augum,
ei bugast láttu og vertu’ í skapi hýr.
Gakk þarna fram með hinum fornu liaugum
að Felli beint, þar séra Hálfdán býr.
Situr hann löngum yfir fornum fræðum
með fítons anda' úr rauðum galdraskræðum.
B j ö r n
(stekkur á fætur og kemur fiðlunni fvrir):
lJað er þá satt! — Nú syngur hún að nýju
með sama þýða, innilega róm.
Þá skal ei forðast litla þoku glýju,
en þjóla’ af stað. — Alt mótlælið er hjóm!