Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 22
308
Porleifur Ii. Iíjarnason:
[ iðun'N
skírskolað til síðan heimsstyrjöldin liófst og fer hér
á eftir orðréttur kafli úr lienni:
»Pað cr í inesta máta áríðandi, ekki einungis fyrir petta
land, heldur og allan lieiminn, að Bretaveldi haldi stöðu
sinni og forræði meðal stórvelda heimsins. Hin stórvægi-
legu áhrif þess hafa oft og tíðum á umliðnum öldum og
kunna enn í framtiðinni að verða að ómetanlegu gagni
fyrir þjóðfrelsið. Oftar en cinu sinni heflr það á liðnum
tímum frelsað þjóðir á meginlandi álfunnar frá yfirvof-
andi hættu og jafnvel frá tortímingu. iíg vildi leggja mikið
í sölurnar til þess að varðveita friðinn. En ef vér aðþrengdir
at' öðrum kæmumst í þá kreppu, að vér gætum ekki varð-
veitt friðinn nema með því að gefa upp hina miklu og
blessunarriku aðstöðu, sem Bretaveldi liefir áunnið sér
með margra alda hreysti og afreksverkum, og ef vér ætt-
um að láta oss það lynda, að farið væri með Bretland í
mestu lífsnauðsynjarmálum þess eins og ómerking
á hinni miklu ráðstefnu þjóðanna, þá lýsi ég afdráttar-
laust ylir því, að friður, sem væri siíku verði keyptur,
væri óbærileg smán, sem stórþjóð eins og vor mætli ekki
þola. fjóðarsæmdin getur aldrei orðið að Ilokksmáli. Og
líkindi eru til, að veraldarfriðurinn verði miklu betur
trygður, el' allar þjóðir lýsa því yfir hreinskilnislega, hvað
þær hljóti að áskilja sér til þess að friður geti haldist«.
í það skifti har ófriðarblikuna frá, eins og kunn-
ugt er; en ræðan vakti engu að siður mikla eftirlekt.
Andstæðingar Lloyd-George’s héldu því fram, að
ræða þessi hefði átt að drepa niður fyrri ára friðar-
hjali hans og ofsa í landsstjórnarmálum og lyfla
honum upp í stjórnarforseta sessinn.
Nokkru síðar konr fyrir atburður, sein fjandinenn
LIoyd-George’s ætluðu að nota til þess að steypa
honum af stóli. Stjórnin hafði leitað samninga við
Marconifélagið um að koma upp mörgum þráðlaus-
um símastöðvum. Skömmu áður en samningurinn
var gerður höfðu hlutabréf félagsins stigið upp úr
öllu valdi — frá (52 sh. (5 d. lil 196 sh. 3 d. — og í