Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 28
314
Ágúst H. Bjarnason:
t IÐUNN
því að þær færa mönnum ekki einungis hundrað-
faldan, heldur og þúsundfaldan ávöxt.
En hyggjum nú að tilgátum þeim, er menn hafa
gert sér um uppruna lifsins. Lengi framan af voru
þær, eins og von var til, æði barnalegar; en eftir þvi
sem vísindunum fór fram, urðu þær æ betri og betri,
og nú er svo komið, að menn vita, livers þeir eiga
að spyrja, hvar leiðin er og hvernig þeir eiga að haga
tilraunum sínum svo, að von sé að lokum um fullan
árangur og ákveðin svör.
Fyrstu og elztu tilgáturnar heindust ílestar hverjar
í þá átt, að lífið kviknaði svo að segja af sjálfsdáð-
um í ýmsum ólífrænum efnum, og enn er þessi til-
gáta um sjálfkveikju lífsins (generatio œquivoca)
ekki aldauða.
þannig hugði faðir heimspekinnar, gríski speking-
urinn Thales, að lífið væri í fyrstu til orðið í vatni
eða í sjó, án þess þó að gera sér frekari grein fyrir,
hvernig þetta varð. Og Aristóteles hélt þeirri furðu-
legu staðhæfingu fram, að líf gæti kviknað á þurrum
hlutum, er þeir yrðu rakir, og eins í rökum efnum,
er þau þornuðu. Þó urðu menn að komast fram á
miðaldir til þess að heyra enn furðulegri staðhæf-
ingar. Van Helmont, sem var uppi á 16. öld, hélt
því t. d. fram, að mýs gætu orðið til í óhreinum
fötum, ef að eins væri lagður með þeim ostbiti og
nokkur korn af hveiti! Og ilalskur maður, Buon-
anni, hélt því fram, að hann liefði fundið orma í
viðarbút, er rekið hefði af sjó, en þeir hefðu orðið
að fiðrildum, og það sem var enn fáránlegra, fiðrildin
hefðu að siðustu orðið að fuglum! — En það var
líka ítali, að nafni Redi, sem fyrstur manna ávann
sér það hrós, að gera raunverulegar tilraunir um þetta
og færa sönnur á, að alt sem lífs væri kæmi úr eggi
(omne vivum ex ovo). Hann sýndi fyrstur manna
fram á það, að maðkar kviknuðu ekki af sjálfsdáð-