Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 28
314 Ágúst H. Bjarnason: t IÐUNN því að þær færa mönnum ekki einungis hundrað- faldan, heldur og þúsundfaldan ávöxt. En hyggjum nú að tilgátum þeim, er menn hafa gert sér um uppruna lifsins. Lengi framan af voru þær, eins og von var til, æði barnalegar; en eftir þvi sem vísindunum fór fram, urðu þær æ betri og betri, og nú er svo komið, að menn vita, livers þeir eiga að spyrja, hvar leiðin er og hvernig þeir eiga að haga tilraunum sínum svo, að von sé að lokum um fullan árangur og ákveðin svör. Fyrstu og elztu tilgáturnar heindust ílestar hverjar í þá átt, að lífið kviknaði svo að segja af sjálfsdáð- um í ýmsum ólífrænum efnum, og enn er þessi til- gáta um sjálfkveikju lífsins (generatio œquivoca) ekki aldauða. þannig hugði faðir heimspekinnar, gríski speking- urinn Thales, að lífið væri í fyrstu til orðið í vatni eða í sjó, án þess þó að gera sér frekari grein fyrir, hvernig þetta varð. Og Aristóteles hélt þeirri furðu- legu staðhæfingu fram, að líf gæti kviknað á þurrum hlutum, er þeir yrðu rakir, og eins í rökum efnum, er þau þornuðu. Þó urðu menn að komast fram á miðaldir til þess að heyra enn furðulegri staðhæf- ingar. Van Helmont, sem var uppi á 16. öld, hélt því t. d. fram, að mýs gætu orðið til í óhreinum fötum, ef að eins væri lagður með þeim ostbiti og nokkur korn af hveiti! Og ilalskur maður, Buon- anni, hélt því fram, að hann liefði fundið orma í viðarbút, er rekið hefði af sjó, en þeir hefðu orðið að fiðrildum, og það sem var enn fáránlegra, fiðrildin hefðu að siðustu orðið að fuglum! — En það var líka ítali, að nafni Redi, sem fyrstur manna ávann sér það hrós, að gera raunverulegar tilraunir um þetta og færa sönnur á, að alt sem lífs væri kæmi úr eggi (omne vivum ex ovo). Hann sýndi fyrstur manna fram á það, að maðkar kviknuðu ekki af sjálfsdáð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.