Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 32
318 Á. H. B.: Heimsmyndin nýja. iiðunn
manna og dýra. Og ennfremur sýTndi hann fram á,
að öll gerun stafaði einnig af öðrum smáverum, sem
nefndust gerlar. Þetta varð nú til þess, að þessar
sóttkveikju- og gerlarannsóknir voru teknar upp um
öll lönd, og úr þessu varð heil ný fræðigrein, svo-
nefnd gerlafræði (bakteriologi), er kendi mönnum
ekki einungis, hvaða not þeir gætu haft af ýmsum
nytsömum og hollum gerlum, heldur og, hvaða mein
þeir gætu haft af hættulegum sóttkveikjum og hvernig
helzt mætti verjast þeim. En upp af því spruttu
allar sóttvarnarráðslafanir nútímans; var það einkum
Englendingurinn Lister (f. 1827), sem gerðist for-
göngumaður þeirra með þvi að nota karbólsýru og
önnur varnarlyf til þess að verjast sárafeber, igerðum
og allskonar drepi, er komið gæti í opin sár. En
fyrir þetta urðu þessir tveir menn, Pasteur og Lister,
einhverjir inestu velgerðamenn mannkynsins, ekki
einungis með því að hlífa öldum og óbornum við
oft og einatt óbærilegum kvölum og fjörtjóni, heldur
og með því að opna vísindunum þá braut, er virðist
ætla að leiða til þess, að menn læri smámsaman að
sigrast á öllum helztu og verstu sóttkveikju-sjúk-
dómum mannkynsins. Og alt spratt þetta af hinni
að því er virtist fánýtu og fífldjörfu spurningu um
uppruna lífsins.
Nú þótti það sýnt með þessum tilraunum Pasteur’s,
að líf gæti ekki kviknað af sjálfsdáðum hér á jörðu.
En hvernig var það þá til orðið? Gat það hafa borist
til jarðarinnar á einn eða annan hátt? Eða var það
orðið til á einhverju sérstöku þroskasligi hennar?
Það yrði of langt mál að svara þessum spurningum
að þessu sinni; en því itarlegar skal það verða
gert síðar.