Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 84
370
Skáldið
| IÐUNS
Frá fornaldar dögunum geymdi hann gull
og gersemum nútímans dýrra
hann taldi það. Öðrum fanst ástæða full
að ágætast væri hið nýrra. — —
í tvær aldir jafnaldra sinn hann ei sá,
fjar sifjum og ættjörðu bjó hann.
í Danmörk stóð garður hans Græningi á,
sem gestur i Noregi dó hann.
Margur mundi ætla, að kvæðið væri þar með á
enda, en svo opnast manni alt í einu djúpsýnin í
niðurlagi þess. Hann snýr kvæðinu upp á sjálfan
sig og segir:
Eins dvel eg lijá lýð manns með Ijóðin mín öll,
er lízt þau ei snjöll eða fögur,
sem Norna-Gestur í Hildingahöll
með hörpuna, kvæðin og sögur.
Þessu næst vil ég nefna kvæðið um »Njörð og
Skaða« sem er svo ágæt ímynd margs hjónabands-
ins, sem til er stofnað í blindni og bráðræði (II, 144):
Pað stóð til giftingar guðunum hjá
— slikt gerist nú hór ekki sjaldan —
hann Njörður hlaut blindandi brúðina pá,
en brúðurin óséðan valdi ’ann.-------
Úr samförum góðum það daglega dró,
þau deildu um ábýlisstaði. —
Hann Njörður var ættaður utan frá sjó,
en ofan úr dölum Skaði.
Og gilið og fossinn, sem fellur um það,
og fjallsýnið þráði’ hún svo löngum,
og hún unni lagi, sem heiðlóan kvað,
og hljómþýðu lækjanna söngum.--------
En honum var unun in útsýna strönd
og ægis inn raddþungi kliður,
sem manar í fjarskann út framgjarna önd
og flytur úr djúpinu kviður.------