Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 65
IÐUNN|
Póra.
351
Hún færir blómin úr gluggakistunni fram á borðið,
svo þeim blýni, og talar við þau: »Ósköp liggur illa
á þér, Rósin mín; skyldi hann kuldaboli hafa bitið
í putana þína? Og þú, Kaktus minn, ekkert fer þér
fram! Ojæja, lifandi eru þið, en ykkur vantar málið,
veslingana.
Það er annars skrítinn náungi þessi skósmiður,
aldrei fær maður — svo að segja — orð úr honum.
Það er alt af eins og hann fari hjá sér, þegar ég fer
að tala við hann. Svarar rétt að eins já og nei. Þá
var Geir múrari dálitið öðruvísi. — Jón var eftir-
maður hans í kjallaranum. — En áreiðanlegur er
Jón, ekki vantar það; en nizkur hlýtur hann að
vera. Malla með »skrínumat«, tima ekki að hafa
manneskju til að elda ofan í sig! Og alt af er kalt
hjá honum. Og engin blóm heíir hann, en krónur
hlýtur hann að eiga í handraðanum, hver sem kann
nú að fá þær eftir hann. Nú, hann getur vitanlega
lifað lengi ennþá; hann er líklega eitthvað á aldur
við mig, svona um fimtugl. Hvað ætli komi til, að
hann hefir ekki kvænst? Líklega það, að hann
hefir staurfót. En ekki hafði hún nú verið að setja
svoleiðis smámuni fyrir sig. Sveinn heitinn var
blindur á hægra auga, og það sem verra var, »blindur«
alla daga vikunnar. Eina bótin var, að hún hafði
frá barnæsku verið svo vön vinnu. Hún hafði líka
þurft á því að halda. En tómlegt var nú samt, siðan
hann dó, ætíð að koma að köldum kofanum. Blómin
þrifust ekki síðan; rúmið var þó oftast volgt þá, þegar
liún kom heim.
Þóra fer að kveikja á »Primus« til að hita kaffi.
Já, nízkur hlýtur Jón að vera, að tíma ekki að
liafa góða olíuvél, að hafa annað eins skrifii, eins og
þetta sótuga óféli, sem hann kallar »kogara«.
Það er barið að dj'rum.