Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 92
378
Ritsjá.
| IöUNN
og kjarrviðinn sundlar að klifra svo hátt
og kletta-blóm táfeslu niissa.
Pó kalt hljóti nepjan að næða lians tind
svo nakinn, hann hopar þó hvergi.
Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd
og hreinskilnin, klöppuð úr bergi.
Á. II. B.
Ri tsj á.
Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgar-
leikur eftir Fr. Schiller. Rýtt heflr Alexandcr
Jóliannesson, dr. phil. Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar, Rvik 1917.
Merkasta bókin, sem »Iðunni« hefir borizt að pessu sinni,
er þýðingin á þessum sorgarleik Schillers. Raunar hefði ég
fyrir mitt leyti frekar kosið, að þýð. hefði gefið oss jal'n-
snjalia þýðingu á »Wilhelm Tell« eða valda kafia úr
»Wallenstein«. En um þetta er ekki að sakast, því að alt
sem Schiller hefir ritað, ber á sér þann eðallyndisblæ, að
bókmentum liverrar þjóðar má vera fengur í að fá þaö;
og þetta er ástgjöf hans, Bjóðverjans, til hinnar frönsku
þjóðar. Pessa ættu menn að minnast nú, einmitt á ófriðar-
tímunum, að Pjóðverji liefir kveðið fegurst og hjartnæmast
um dýrðling og frelsishetju Frakka. — Útgáfan er vönduð
og þýðingin yfirleitt góð og nákvæm og stórfalleg með
köflum. F*ó virðist mér sem kveðandinni sé ekki nógu vel
haldið á stöku stað, — hendingarnar helzt til langar. Eg
tek sem dæmi bls. 15, þótt það brenni víðar við: »Eg sá
liana löngum sitja timum saman« — »er elztu menn í
þorpinu muna gjörla«. — »Pað var farið að dimma drjúg-
um, er eg gekk« o. s. frv. Ró eru þetta smámunir. Eins er
um tvö þrjú mállýti, er ég hefi rekið mig á. Að kalla hjálm
»vopn« (bls. 17) þykir mér óviðfeldið, vildi heldur nefna
hann »verju«. Pá er rangt að segja að: þeir lyndi saman
(bls. 40). Að fara »mitt í gegn um« óvinina (bls. 115), er
ckki heldur fagurt mál; og afleitlega kann ég við orðalil-