Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 72
310
Jón Thoroddsen: Pan.
IÐUNN
hann ætlaði að dansa við hana. Hún leit á hann,
snéri sér við og gekk hægt inn í skóginn. Kunningi
minn var svo utan við sig, að hann elti hana ekki,
en hann horfði á eftir henni og sá hana hverfa bak
við fjarlæg tré. Hann rankaði við sér þegar stúlkan,
sem hann hafði verið að dansa við, lagði höndina
á öxlina á honura og spurði hann, hví hann hefði
farið svo skyndilega. Hann snéri sér snögt við, tók
höndina af öxl sér og gekk síðan hratt inn í skóginn.
Hann ieitaði lengi, en hann fann hana ekki.
Jón Thoroddsen.
r
Agsborgarjátning og framþróunin.
[Það, sem hér fer á eftir, fanst í eftirlátnum skrifum
meistara Eiríks Magnússonar i Cambridge. Af grein-
inni má sjá að hún er skrifuð 1908, þegar háskólanefnd-
in hafði lokið starfi sinu. Er gaman að sjá, hve mikið fjör
garala mannsins var, þá háaldraðs. En eins og kunn-
ugt er, var hann kandidat i guðfræði frá Prestaskólanum,
og hugsaði hann mikið um guðfræðileg efni alla æfi. —
Hvort sem menn eru honum sammála eða ekki, þá er
margt vissulega stórvel sagt í þessum litla kafla.].
Fór vel, sem fór. Nú verður prestaskólinn úr trú-
arjátningarskóla að skóla visindalegrar guðfræði og
það á hann að vera, ef prestastétt landsins skal
hafin á æðra stig guðfræðilegrar menlunar. Confessio
Augustana er snildarverk sinnar tíðar. En hún varð
að bíða sömu örlaga sem alt starf mannlegs anda
bíður, — örlaga evolutionarinnar, þessa dularstarfs