Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 49
IÐL'NN
íslenskir fálkar og fálkaveiðar fyrrum.
287
þótt eldri væru. Félkinn varð að vera gallalaus;
vængja- og stélfjaðrir heilar, hafa góða matarlyst og
vera hnarreistur, ekki slæptur eða lúpulegur, því að
þá var hætt við að hann væri sjúkur, og enginn
fálki var keyptur nema hann hefði setið 8 daga
minst eftir hann var veiddur. Pá varð fálkinn og
að hafa góð augu, ekki gilda fætur og vera radd-
góður. Ferðafálkarinn þótti títt hlutdrægur, og það
orð lék á, að hann léti múta sér. Eitt sinn hafði
ferðafálkarinn ranglega hafnað 60 fálkum, þar af 15
frá sama manni, að eins vegna þess, að fálkafang-
ararnir höfðu ekki »smurt« hann áður. Ferðafálkar-
inn ákvað einnig lit fuglsins og þurfti til þess sajn-
viskusemi ef rétt skyldi vera, því að nær enginn fálki
var alhvítur, sem þó mátti teljast hvítur.
Verð það sem fálkaföngurum var greitt fyrir fálka
var lengi vel 15 rdl. croner fyrir hvítan, 10 fyrir
hálfhvítan og 5 fyrir gráan. Árið 1739 var verðið
fyrir gráa hækkað upp í 7 rdl., og 1743 var heitið
4 rdl. aukaþóknun fyrir hvíta og 2ja rdl. fyrir hálf-
hvítá, þegar sérstaklega stóð á, en með konungsúrsk.
4. jan. 1764 var það gert að almennri fastri reglu.
Þegar móðuharðindin stóðu yfir, fóru fálkafangarar
fram á hækkun þessa verðs, sökum dýrleika kjöts.
Sögðu þeir, að verðið eins og það var, væri lítið
meira en fyrir fóðri fálkans. Gerðu þeir kröfu um
.20 rdl. croner fyrir hvíta og 10 fyrir gráa, og ætl-
uðust vitanlega til, að aukaþóknunin fyrir hvíta
héldist. Skúli landfógeti mælti með þessari beiðni.
Sýndi hann fram á, að fálkafangararnir beinlfnis
sköðuðust á veiðinni, nema hún gengi því betur.
Miðað við fálkatekju siðustu 10 ára, hefðu 5 fálkar
komið á hvern veiðimann að meðaltali, og eftir verð-
laginu hefði fengist fyrir þá 37 rdl. 18 sk., en veiði-
menn þyrftu að fá 52 rdl. 4 sk. cour. Var verðið
þá hækkað upp í 20, 15 og 10 rdl., en aukaþókn-