Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 74
312 E. M.: Ágsborgarjátning og framþróunin. iðunn
enn, eins og við mátti búast, sökum injuriæ tempo-
rum, heimiluðu þeir Gonfessio Augustana einmitt þá
infallibilitas sem þeir neituðu páfanum. Við þessa
grundvallarreglu eru lútherskar kirkjur rígbundnar
enn í dag. Reformatorunum var vorkunn, enn lú-
therskum kirkjum, nú á tímum, engin. Enda er
skynjandi og rannsakandi andi manns nú búinn að
koma þeim í það öngþveiti víðast hvar, að þessar
kirkjur eru að verða tómar. Hirðirinn stendur frammi
fyrir hinum fáu hræðum, sem enn fylgja honum og
leiðir þær ekki í sólvermda haga æðri guðsþekkingar;
nei, hann er vofumynd við stöðuvötn, dauðahöf, sem
blæjalogn fornnættis grúfir yfir, hvar enginn sól-
vakinn nýgræðingur nærir, engir straumar lifandi
vatns svala. Hann er næturvörður hirðirinn, og nóttin
má telja að hafi byrjað með Westfalska friðnum
1648, eða að minsta kosti rökkrið til hennar. Meðan
barist var og blóði helt út fyrir Augsb. jálninguna
var hún líf og andi, hvesti tungu prédikarans og
brand hermannsins. Enn þegar ábreiða friðarins var
lögð yfir hana, og hún átti ekki lengur við blóðugan
fjandskap að beita sér, þá kom hennar eiginlega
eðli fram. Hún var safnaða máldagi, eins og allar
aðrar trúarjátningar. Bókstaf hennar varð að beita
með fylgi, til þess að halda söfnuðunum saman.
Hinn lútherski þjóðhöfðingi varð erkibiskup kirkj-
unnar í veldi sínu, og styrkti hana á allar lundir
með veraldlegri hjálp. Máldaginn lenti í höndum
verzlegs höfðingja; varð lagaskjal, bindandi bæði út
á og inn á við, og varð í röngum höndum að varn-
argarði gegn nokkurri eiginlegri evolution æðri guðs-
þekkingar. Þetta eru örlög allra confessiona og stafa
af alveg eðlilegum orsökum.