Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 68
IÐUNN
Þorgrfmur Laxdal.
Enginn flakkari, sem kom að Melum í æsku minni,
bar sig eins tigulega og haföi á sér jafnmikinn höfð-
ingjabrag og Þorgrímur Laxdal. Hann var stór mað-
ur vexti og vel á sig kominn; það eitt lýtti hann,
að hann hafði stórt æxli á annari augabrúninnL
— Hann lifði of snemma á tíma; ef hann hefði verið
nú uppi, mundi hann ekki hafa flakkað fótgangandi
um landið, heldur ferðast með strandferðaskipum á
1. farrými og kallað sig »Agent«. Satt að segja er ég
nú feiminn enn í dag að nefna hann ílakkara, en
það tók af öll tvímæli, að hann hefir þó að minsta
kosti flakkað stundum, að sýslumaðurinn í Mýra-
sýslu, — Mig minnir Guðmundur Pálsson, — tók
Þorgrím eitt sinn fastan fyrir fiakk og sendi hann
til sýslumannsins í Strandasýslu, og þaðan átti hann
að flytjast áleiðis norður. Einar bóndi i Forna-
hvammi, var fenginn til að flytja hann. Peir voru
báðir ríðandi, þegar þeir komu að Melum. f*ar tóku
þeir sér gistingu. Forgrimur gekk þegar til stofu og
var hinn kátasti, en lét Einar spretta af hestunum
og sjá um þá að öllu leyti. Sjálfur skipaði hann fyrir
og enginn gat fundið annað, en að Einar væri þjónn
hans og þorði hann alls ekki móti að mæla, svo
Þorgrímur heyrði, þótt hann möglaði og segði okkur
hvernig þessu ferðalagi væri varið, þegar hann kom
inn í baðstofuna.
Daginn eftir héldu þeir áleiðis til sýslumannsins,
sem þá var annaðhvort í Bæ eða á Hlaðhamri, en
þegar þeir áttu eftir eina eða tvær bæjarleiðir þang-
að, fór Porgrímur af baki, þakkaði Einari rækilega
fyrir hestlánið og samfylgdina, en kvaðst ekki geta