Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 53
JÐUNN íslenskir fálkar og fálkaveiðar fyrrum. 291
þeim slept lifandi. Takmörkunin galt að eins grával-
ina. Af hinum skyldi veiða svo marga sem unt var.
En boðorðið varð óþarft í reyndinni, þvi að upp frá
þessu veiddust aldrei einu sinni 100 fálkar á ári. En
jafnhliða fór eftirspurnin stöðugt þverrandi, einkan-
lega frá Þýskalandi og Friðrik II. Prússakonungur
vildi t. d. ekki taka á móti þeim fálkum, er honum
voru sendir. Árið 1773 var tala þeirra fálka, er
keyptir yrðu, færð niður í 60—70 á ári. En svo fór
enn, að sú tala veiddist ekki full. Árin 1775—1784
segir Skúli Magnússon, að fluttir hafi verið út alls
436 fálkar, þar af 27 hvitir og 14 hálfhvitir, og fyrir
þá greitt 3509 rdl. croner. Fað er því ekki rétt sem
F. Thoroddsen hermir (Landfrs. III, 112), að árin
kringum 1784 hafi »að eins verið sendir 150—160
fálkar árlega« þvi að síðustu árin tyrir 1784 náði
talan aldrei 60, en árin 1784—86 voru einungis
sendir 15—16 fálkar árlega, sbr. bréf Levetzow stift-
amtmanns til rentuk. 16. sept. 1787 (Bréf.bók nr. 22
bls. 36), svo vera má að hinar lilvitnuðu tölur í
Landfrs. séu prentvillur. —.
í móðuharðindunum féllu fálkar stórlega sem önn-
ur dýr hér á landi. Af þessu leiddi einnig það, að
fálkafangarastarfið var ekki eftirsótt og voru þeir að
eins 3 árið 1786. Fálkameistararnir héldu enn sem
fyr, að veiðin væri slælega rekin þar sem fáir fálkar
veiddust og átöldu það einnig, að stiftamtmaður
skipaði ekki fleiri fálkafangara. Skipaði hann þá tvo
í viðbót en hinir vildu hafa þá 7 og það varð, og
lögðu fálkameistararnir það til að þessir 7 væru
skyldaðir til að veiða 10 fálka hver til jafnaðar.
Voru 2 skipaðir fyrir Snæfellsnessýslu og fyrir ísa-
fjarðar-, Barðastrandar-, Hnappadals-, Dala- og Rang-
árvallasýslur, einn fyrir hverja, en hvíta fálka máttu
fálkafangararnir veiða hver í annars umdæmi ef færi
gæfist.