Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 16
10
Heimskreppan.
IÐUNN
aftur verksmiðjur, sem búa til plóga og jarðyrkjuvélar
handa plantekrunni, spunavélar og vefstóla handa
klæðaverksmiðjunni, saumavélar og skæri handa klæð-
skeranum. Aö framleiða einn fatnað er pví tnargpætt
starf, sem ótal vinnuhendur og hinar fjarskyldustu at-
vinnugreinir eiga sinn. pátt í.
Heimurinn stefnir að pví að verða viðskiftalieg eining
- edtt samistætt, en óendanlega fjölgreint framleiðsiu-
og viðskifta-kerfi. Hróunin heimtar siíka einingu. En
pann dag í dag rikir á framleiðslusviðiinu hið mesta
handahóf og stjórnleysi. Miljónir fyrirtækja framleiða
í blindni og fullu sjálfræði, án annars sambands hvert
við annað en verðsveiflur miarkaðsins og pvingunarlög-
mál samkeppninnar, sem pau eru öll meira eða minna
háð. Engar víðtækar áætlanir, ekkert heildaryfirlit, eng-
in allsherjar-miðstjórn. Það er vissulega ekkert undrun-
arefni, pótt truflanir og erfiðleikar allis konar steðji að-
pessu glundroða-skipulagi, sem í raun réttri ekkert
skipulag er. Hitt er í raun og veru meiri furða, að alt
skuli venjulega slampast af, stórslysalítið.
Nú á dögum má segja, að framleiðslan sé ekki á valdi
mannanna, heldur mennirnir á valdi framleiðsiunnar.
Þess vegna kreppir að eignamönnunum, einmitt pegar
|>eir sitja með fult fang af vörum, af verðmætum, auð-
æfum. Og pess vegna sveltur alpýðan, pegar hún hefir
framleitt mikið af mat, og skelfur af kulda og klæð-
leysi, pegar mest er til af fötum. Þess vegna verða
verkamennirnir pví fátækari, pví meiri auð sem [>eir
skapa, og pví atvinnulausari og aumari, pví meir sem
framleiðslu-möguleikarni r vaxa.
Verður pessu breytt til betra horfs? Tæplega — nema
með pví að hafa endaskifti á skipulagiinu öllu. Fyrir
skömmu var stungið up)) á pví í merku tímariti hér-