Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 105
IÐUNN
Inngangur að Passíusáimunum.
99
úr hinum frægu sálmum séra Sigurðar Jónssonar út af
hugvekjum Jóh. Gerhardts, og hafa þeir verið sungnir á
íslandi fram á vora daga. Þar segir svo „um ])ær feikna
kvalir, sem ]>eir fordæmdu verða að líða i Helvíti":
í Helvíti er alls ills nægð, / á öllu góðu mesta óhægð, /
óbærilegur hiti hnár, / heljar nístandi grimdin sár.
Myrkur og svæla sífeidleg, / sorg og djöflamynd ófrýn
mjög, / óp og ýlfranir eilífs veins, / andstyggileg lykt
brennisteins.
Ormur samvizku etandi, / ótti, þurkur, svengd, harm-
kvæli, / öfund, hatur, víl, örbirgð mest, / engin góð von
á heilsubrest.
Magimi í hungri mæðist mest, / munnur af þorsta pínist
verst, / eldsloginn verkar óp og kvein, / inn læsist hann
í merg og bein.
Af einum neista í eymdar glóð / óliðanlegri pína stóð /
en þó kvinnu hér kynni sár / kvelja jóðsótt um þúsund
ár, o. s. frv.
í öðrum sálmi „um það, hvernig eilíflega munu vara
þær helvízku kvalir“, segir svo m, a.:
Ef þú, kristin sál, athugar, / að píslirnar / eilífar eiga
að vera, / því betur lærir þar af þú / að þekkja nú /
hvað þungt sé þær að bera: / Helvíti heitt / huggun fær
eytt, / það bitra bál / brennandi sál / alla tíð á að vara.
/ Fordæmdra líf I eldi þá / er dauði sá / æ er yfirgnæf-
andi; / þeirra dauði líf einninn er, J sem aldrei þver / í
kvölum ósegjandi. / Brenniböðlar / þreytast sízt þar /
aukandi kvöl / ofan á böl / með allskyns eymd og grandi.
Þar sem mikið af bókmíentunum ber vitni um það,
hvernig þjóðin hefir samiagast þessum fyrirskipuðu
kenningum og leggur smárn saman sál sína inn í þær,
þannig, að þær verða hennar annað eðli, þá eru á hinn
bóginn ritverk, sem féiagslega séð koma beint ofan úr
hástéttunum og mega teijast hrein útbreiðslurit á
áhugamálum ])eirrar stéttar lýðnum til handa, þar sem:
seðstu menn landsins þrýsta kenningunum upp á fólkið