Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 36
30
Ungir rithöfundar.
ÍÐUNN*
ingu en almenningur — bæði hér og annars staðar —
virðist halda.
—• Þegar það kemur fyrir (sem líklega er fremur
sjaldgæft nú orðið), að ungt Ijóðskáld, eins og Davíð
Steíánsson, þegar í stað yfirvinnur lesendur landsins
— yfirvinnur tregðuna — og ekki einungis nær hylli
alimiennings og heldur henni við, en líka eykur hana
eftir því sem árin líða og fleira birtist eftir hann, þá
virðist mega ganga að því vísu, að hann hafi borið
gæfu til að finna einhvern þanin, fjársjóð, sem öðrum
flestum hefir verið hulinn, að opna einhverja þá leynda
lind í sálum iesenda sinna, sem þráð hefir utrás.
Þegar um þess konar ljóð er að ræða, er það ekki;
nægileg skýring, að benda á „tízkuna" — auðvitað ber
ökki að neita því, að tízkan er stórveldi, sem líka lætur
áhrif sín ná til bókmenntanna ekki siður en annara
fyrirbrigða — það er heldur ekki nægilegt að sýna
fram á hinn ytri búning ljóðanna, jafnvei þótt búning-
urinn á Ijóðum sé iangtum þýðingarmeiri en ölium
— meira að segja skáldum — er ljóst. Það kemur því
miður ósjaldan fyrir, að maður les ljóð og verður að
kannast við fyrir sjálfum sér, að eiginlega vanti þar
hvorki hugsun né tilfinningu, og samt lætur ljóðið les-
andann með öllu ósnortinn. — Það er þá betur hugsað
en sagt. Sá, er túlka vill mál tilfinninga sinna og imynd-
unarafls í Ijóðum og ná hjarta annara með hita orða
sinna, má ekki gleyma því, að ljóðið er viðkvæmt tæki,
svo hárfínt, að eiginlega má engu skeika, ef það á að
ná marki sínu, og í því verða að vinna saman hugsun,
næm tilfinning, ímyndunarafl og hljómur sjálfra orð-
anna.
Þessi lög hefir Davíð skilið skálda bezt, enda er hon-
um ljóðmálið svo að segja meðfætt, en hann hefir