Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 134
128
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN
önd burt úr brjósti slítur, / bæði mál og vit þrýtur, / er
'lík fyrir utan töf / út borið kalt í gröf, o. s. frv.
Um fallvaltleik mannsins og hinn síöasta dag er ann-
að kvæði þvílíkt, þar sem skáldið er alt af í öðxu orð-
inu búinn að gleyma hinni væntanlegu huggun endur-
lausnarinnar, þannig, að sáluhjálparhjalið h.lýtur að
koma manni fyrir sjónir sem tilbúningur einn og aug-
lýsing í samanburði viö hryllinguna gagnvart tortím-
ingunnii:
Hvað er mann, nema mold og jörð / maktarlaus, dofin,
þur og hörð? o. s. frv.
Alt í sama tóni eru kvæðin Um fallvalt heimslán,
Um fallvaltleik mannlífsins, Um heimsins brigðiyndi
•(margt í kvæðum þessum er orkt af frábæxri snild),
•enn fremur Andlátssálmar og Bænarsálmar. Því virð-
ist fara fjarri, að endurlausnarvonin hafi veitt skáldinu
nokkxa ró eða fullnægingu né léð honum grundvaliar-
huggun.
Frá sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi, óháðrar allii
ástríðu fyrir kenningu þessari, þá er siðfræði Passíu-
sálmanna ekki að eins hin fjarstæðukendasta, heldur
einnig beinlínis ósiðleg, og þá sér í lagi þessi mikli
hornsteinn verksins, hin villimannlega austræna blóð-
. fórnarkenning, friðþægingin (sem annars verður ekki
rakin hér). Þessi kristna hugmynd, að einn saklaus
maður sé látinn kveljast fyrir glæpi annara, og að hin-
um síðari geti verið nokkur huggun, ávinningur eða
afbötun að refsingu þeirri, sam hann þolir fyrir þá,
sameinar í xauin réttri bæði hið rökfirta og ósiðlega í
kristnum dómi: Það verður engan veginn séð, að einn
öðlist neina verðskuldun viiö það, að annar taki á sig
sekt hans .(sem eo ipso hlýtur að vexa óyfirfæranlegt),
.um leið og það er í fylsta máta siðspillandi hugmynd,