Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 162
156
brír íslenzkír bændur í Canada.
iðuniæ
er þá mun hafa verið að byrja að byggjast, og hafa
]iau búið þar síðan.
Pau Halldór og Margrét eignuðust 6 börn, tvær dæt-
ur og fjóra syná, öll hin myndarlegustu, og eru
nöfn þeirra: Egilsína Siigurveig, Helga Sigurrós, Jón
Jóhanin, Arnór Konráð, Kristján og Jónas. Tvö þessara
barna, Kristján og Egilsína, eru nú dáin fyrir eigi all-
iöngu síðan. Hin 4 börn þeirra eru öll gift og eiga til
samans 20 börn. Alt býr fólk þetta í Swan River
bygðinni, rétt í kring um gömiu hjónin, og er samtaka
vel með aliar framkvæmdir. Arnór rekur búskap á
heimajörð föður síns meö mikiu þreki og dugnaöi,
því hann er maður stórvirkur og kappgjarn.
Halldór var efnalítill, er hanin kom til Swan River,
því að suður í ríkjum hafði hann átt litlu láni að
fagna. En Swan River dalurinn var þá um mörg ár
ein hin farsælasta sveit hér i fylki, svo að fyrir stríðið'
mikia, eða um 1913, voru þeir feðgar í góð efni
komnir og áttu að mestu leyti einar 6 bújarðir, ert
lönd voru þá í háu verði þar nyrðra. En síðan hefir
margt til þess borið, að nokkuð mun hafa rýrnað
hagur þeirra, eins og flestra bænda hér. En eigi að
síður eru þeir vel sjálfstæðir efnalega og bera engan
kvíðboga fyrir komandi tið.
Fyrir allmörgum árum siðan keyptu ]reir bræður
Jjreskivél kostbæra og einnig vél til þess að saga og
hefia húsavið; og hafa þeir síðan unnið mikið með
þessum vélum, bæði fyrir sjálfa sig og sveitunga sína.
Einnig hafa þeiir feðgar, Halldór og Arnór, reist stórt
og prýðilegt íveruhús meö miiðstöðvarbitun og raflýs-
ingu. Mundi það talið myndarheimili hvax sem væri
í stórboig.
Pegar á fyrstu frumbýlingsárunum ])ar nyrðra barð-