Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 172
166
Um tvent að velja.
IÐUNN
höfðu vieri'ð vandlega aögættar og uppástungan hófsam-
lega yfirveguð, þá virtist honum þa'ð orðið tímabært
að fleyta henmi út á þann ólgusjó meiningamunar, er
rísa kynini milli hanis og Péturs. Hann kveið því a'ð vísu
ekki, a’ð Pétur yr'ði baldinn í viðskiftunum, en bezt var
þó a'ð vera vi'ð öllu búinm.
Petta var anna'ð ártið, siem Pétur var vinnuma'öur
hans, og haf’ði Árna vaxið mjög í augum fjárgreiðsla
sú, er rann út úr búi hans fyrir vinnu Péturs, sem hon-
um var að vísu ómissandi þangað til börnin kæmust á
legg. Ef hann gæti notið vinnu Péturs ein sex—átta ár
án þesis aö þurfa að Iáta af mörkum anna'ð en niauð-
synlegustu jrarfir hans, þá mundi nokkuð tætast úr
erfiðleikunum. Eflaust færu tírnar batnandi, og það
yrði meira, sem eftir hann lægi og skylduliö hans,
eftir því sem hendur krakkanna gægðust ákveðnara
fram úr ermunum. Það yr'ði bjargræði að mega hafa
kaup Péturs í búinu og á vöxtum. Hann gæti blátt
áfram haft það á vöxtum. Hefði hann Pétur t. d. átta
ár, þá yrði hanm kominn í góð efni, fjórir af krökkun-
um komnir yfir fermingaraldur. Að eins tveir ómagar,
ef ekki kynni þá að bætast við.
Hann hafði minst á það við Þórdisi sína, að rétt væri
iað sitilla í hóf meö þessar barneignir. Hún hafði fall-
ist á það, en þau höfðu svo sem gert þá áætlun áður,
þó fyrir btið kæmi. En færi svo, að krökkunum fjölgaði
úr |ies.su, þá væri hann alveg sokkinn án Péturs.
II.
Árni geröi sér það til erindis upp í Hornhús þá um
daginn með Pétri, að ná þyrfti hann í heyskroppu til
þess að hriista saman við hjá geldmeytunum, sér hefði
litist vel á heyið þar efra til þess.