Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 43
IÐUNN
Ungir rithöfundar.
37
sem að eins í draumheimum
uppfyllast má,
1 kvöld skulum við vera
kyrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.“
III.
Séu kvæði Daviðs tekin öll sem heild og samanburður
gerður á ])eim, |)á kemur ])að glögglega í ljós, að hann
er skáld, sem staddur er á hraut stöðugra bneytinga
og vaxandi proska. Ur óskapnaði hins óljósa og oft
lítið þrosikaða, sem líkt og að eins sér í gegnuni hulu
í fyrstu kvæðabók hans, skýtur smám saman í hinum
síðari upp stærri og stærri eyjum af þeim heimi Ijóss
og skugga, fegurðar og ])jáninga, sem hann geymir
innra með sjálfum sér, ])að byrjar með leit æskunnar
í ljóði og draumum um ónumin og öfundin lönd, en
þroskinn vex smám saman, og að síðustu kemur hann
fram sem fulltíða rnaður, með mikla reynslu, tnikla
þekkingu og mikinn skilning - löndin eru fundin og
andi þroskaðs listamanns varpar skiftandi ljósi og lit-
verpum skuggum yfir hið fundna það er orðið
heilt sköpunarverk ])eirrar listar, sem að fullu þekkir
taikmark sitt og tæki. —
Frá byrjun var það auðsjáanlegt, að hann hafði lagt
alúð við og stund á að læra af þeim skáldum, sem mest
voru í aett við anda hans sjálfs; ])að hefir verið góður'
skóli, því að áhrifin hafa ekki einungis vakið og frjóvg-
að anda hans, heldur hafa ])au einnig náö til ])ess ytra,
þau hafa hjálpað honum til flestum betur að finnaj
sjálfan sig og skilja mátt sinn í hinni ytri meðferð
ljóðsins, að skapa sér „form“ og „stil“, sem er sérkenni-