Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 21
IÐUNN
Heimskreppan.
15
hverri menningarþjóö. (Innstæður hér á landi voru ti'l
skamms tima um 60 miljónir krónia, en allar skatt-
skyldar eignir í landinu taldar um 200 miljónir króna.)
Þar safnast saman a'ð mestu auðæfi þeima, sem lifa á
eignum sínum, varasjóðir millistéttanna og spariskild-
ingar fátæklinganna — mest alt það, sem þetta fólk
telur sig eiga. En talsverður hluti þessa fjármagns er
frekar sýnd en raun og kemur aldrei til útborgunar.
Smátt og smátt verður meira eða minna af því að engu,
við lirun einstakra banka, umfangsmiklar fjárkreppur,
gengisfaH o. s. frv. Fyrir nokkrum árum voru svo að
segja allar innanlandsskuldir Þýzkalands þurkaðar út
með markhruninu mikla. Þar gengu miklar eignir í
súginn fyrir einstökum mönnum, en þjóðfélagið velti
af sér þungri byrði. Sömu afleiðiingar — að maður ekki
segi sama markmið — hefir fall sterlingspundsinis nú,
þótt í smærra stíl kunni að verða.
1 fjórða flokki koma svo ríkisskuldabréf og bæja og
aðrar kröfur á samfélagið sjálft. Þessi hluti auðmagns-
ins er algerlega skilinn frá atvinnulífinu, befir ekkert
með raunverðmæti að gera eða auðlegð einnar þjóðar.
Frá félagslegu sjónarmiði er það ekkert annað en byrði,
sem stuðlar að því að ríða framleiðslufyrirtækin á slig.
En eimstakir auðmenn eða lánstofnanir, sem hafa um-
ráðarétt yfir þessum skuldabréfum, ráða þar með yfir
eignum, og á friðartímum með eðlilegri og rólegri at-
vinnuþróun eru slikar eignir tryggastar allra og arð-
vissastar — þjóðfélagið sjálft ábyrgist þær. Þegar ríki
gefur út opinber skuldabréf fyrir 100 miljóni'r, er þetta.
saina ríki orðið 100 miljónum skuldugra — þ. e. fá-
tækara — en áður. En í höndum þeirra manna, sem
kaupa skuldabréfin, eru þau auðmagn, og á skýrslum
um þjóðahag eru þau færð sem 100 miljóna eign.