Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 30
24
Heimskreppan.
IÐUNN
einnig hrifið úr ránsklóm arðgráðugra og samvizku^
lausra auðhöfrunga. Aukning framleiðslunnar verður
miðuð við |iarfir samfélagsins — ekki arðhungur ein-
stakra manna; iðnfræðilegar endurbætur verða not-
færðar með fullu tililiti til verðmæta þeirra, sem fyrir
hendi eru, og með hag félagsheildarinnar fyrir augum.
En sá er hængur á, að núverandi pjóðskipulag bannar
þes-sa leið. Raunveruleg ráðfestustjórn á framleiðsliunni
getur ekki samþýðst þeim atvinnu- og viðskifta-lögmál-
um, sem heimurinn að þessu hefir játað trú sína á. Hún
rekur sig óðar á hinn friðlýsta eignarrétt og einka-
rekstur fyrirtækjanna. Hún verður að heimta einkaeign
á auðmagni afnumda, en þar með er auðmagnið sjálft
úr sögunni sem vald, er getur snúist gegn samfélaginu.
Þjóðfélag, sem hefir bundið atvinnulíf sitt ráðföstu
skipulagi, er ekki lengur auðvalds-þjóðfélag, grundvall-
að á séreign og atvinnulegu sjálfræði einstaklinganna.
Pað er sameignar-þjóðfélag, grundvallað á samvinnu,
og samhjálp.
Á síðustu árumi höfum við séð eitt ríki á hnettinum.
taka fyrstu skrefin á braut hins nýja skipulags. Hvað
út af því kann að koma, verður enn eigi séð til fulln-
ustu, en svo mikið er víst, að heimskreppunnar verður
þár lítið vart, borið saman við ástandið annars staðar
- og að þar eiga sér stað risavaxnar framkvæmdir á
sama tíma og athafnalíf annara þjóða er drepið í
dröma. Það er heimskulegt að neita að sjá þessar
istaðreyndir, ])ótt svo virðist, sem margiir hiafi tekið þann
kostinn hér á landi. Með öðrum þjóðum ermimeirarætt
og ritað um þetta ríki en nokkurt annað á hniettinum.
Þjóðfélagsskipun sú, er kend hefir verið við auðvald,
syngur nú sinn eigin útgöngusálm. Henni var markað
visst skéið á ])róunarbraut mannkynsins, og þetta skeið