Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 109
JÐUNN
Inngangur að Passíusálmunum.
103
'verk Uristins dóms á Islandi, má heita svo gersamlega
ókannaö, að það er t. d. hér um bil ógerningur að gera
sér grein fyrir Jreim rökum, sálfræðilegum og félagsleg-
um, sem ILggja til grundvallar Pislarsögu séra Jóns, svo
hún verkar á nútímamenn eins og nokkurs konar skop-
rit, enda pótt í henni sé sarnan dregið meira af alvöru
aldarinnar, raunveruleik og rökvísi en e. t. v. í nokkru
öðru verki frá tímabilinu. Af aðgengilegum gögnum,
auk bókmentanna, um kjör manna til líkama og sáiar á
þessu tímabili er helzt fréttar að leita í hinum fáorðu.
og frumrænu skýrslum annálanna, sem ákvar'öaist í lík-
ingu við hina daglegu tíðindamensku vorra daga af
stundgreiningu og furðuviðburðum (krónólógíu og sen-
satión). Pa’ð, sem kunnugt er með vissu, eru að eins
höfuðatriði.
Landið er sikattland útlends konungsríkis, þar sem
umboðsmaður konungs fer með völd, og hefir skipun
um að grípa öfl gæði, sem hönd á festir í landinu, og
reikna „til kongenis indtægt" alt niður í „bjarnarhúð1-
ir“(M) og hvaltenmrr (John Arnesen’s Islandske Rætter-
gang, s. 501), en fær þó sjálfur ríflegan hluta af ýmsum
álögum. Verzlunareinokunin er í fullu gengi, kristinn
•dómur sömuleiðis undir |)ví skipulagi, sem áður var að
vikið, svo að aldrei hefir grimdardýrkun sú og mann-
hatur, sem honum er mergrunnið, opinberað sig tneð
jafn-rökréttum fullkomleik (galdrabTennurnar). öreiga
alþýða landsins er hnept í stöðugt vaxandi þrældóm
gagnvart konungsvaldinu og hugmyndafræði þess, há-
stéttin (embættismenn og æðri geistlegir) eru samsvarn-
ir hinu erlenda yfirvaldi eða beinir erindrekar þess,
eignarétturinn verður þeim mun heilagri sem örbirgðin
vex, svo að þegar komið er fram á 18. öld, þá sér ís-
lenzka hástéttin sér ekki annaö vænna en bera fram þau