Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 156
150
Þrir íslenzkir bændur í Canada.
iðunn
Jón Sigurðsson með fádæma Jrreki og karlmensku
iagði sig hva'ð eftir annað í lífshættu nneö örðugum
ferðum um hávetur yfir lítt færa fjallvegi til pess að
bjarga frá hungurdauöa mönnum og skepnum, með
j)ví að flytja bæði matbjörg og hey til þeirra, er stóðu
uppi ráðlmota. Og aldrei var nein borgun þegin fyrir
slíka hjálp.
En svo kom harðindaárið eftirminniliega, 1882, ]>egar
hafís Lá Landfastur víðast við strendur Islands svo að
kalla árið um kring; siglingar voru [)ví nær bannaðar,
og bændur uröu að farga miklu af búpeningi sínums.
Lék J)etta, með öðru, Jón svo hart, að árið 1887 afréðu
pau hjón að bregða búi á ættjörðinni og flytja til
Ameríku. Komu I)au til Winndpeg í Canada það sumar
með 30 silfurpeniniga í buddunni.
Bráðlega nam Jón land í sveit þeirri, er nefndist
Álftavatnsbygð, og hefir hann búi'ð þar síðan. Konu
sína, Björgu, misti hann árið 1902, og varð hún honum
harmdauða mjög, enda hin mesta myndarkona, hjálp-
fús og sköru’eg. Pau hjón eignuðust 5 börn; dóu 4
á unga aldri, en Jón sonur j)eirra býr með föður
sínum. Er hann prýðilega kvæntur, Guðrúnu Ingi-
björgu Eiríksdóttur, og eiga j)au hjón 6 myndarleg
börn.
Með framúrskarandi elju og framsými hafa þeir
feðgar reist fynirmyndarbú þarna norður við vatniö og
eiga nú 7 bújarðir og verðmætan gripastofn, og er
heimilið, sem stendur vi'ð þjó'ðbraut, í sannleika svcit-
arprý'ði. Sveitin Jiggur að stóru fiskivatni (Lake Mani-
toba), og reynist það að jafnaði drjúgur búbætir. Er
Jandið þar miiður fallið til hveitiræktar, en heylönd eru
þar gó'ð og nægilegt heyfang í venjulegu árferði. Pví
er ])a'ð, að þeir feðgar, sem aðrir sveitungar þeirra, gefa