Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 17
iIÐUNN
Heimskreppan.
11
lendu, aö viö íslendingar færum að ciæmi Rússa, settum
okkur fyrir um framkvæmdir í atvinnulífinu, sbr. fimm
ára áætlunina rússnesku. Tillagan er vottur skilnings á
því, hvers þróunin krefst nú á dögum, en hún er jafn-
augljós vottur skilnings/ey.sás á því skipulagi, er við bú-
'um við. Ætti slíik áætlun að verða annað og meira en
pajipírsgagn eða leikfang fyrir draumóramenn, yrði
vitanlega að fela framkvæmd hennar einhverri miið-
stjórn, er léð væri vald til að hjóða og banna. En þjóð-
skipulag okkar er grundvallað á þeirri meginreglu, að
hver sé sjálfráður með sitt; við trúum á framtak ein-
staklingsins og óskorað atvinnufrelsi. Allflest atvinnu-
fyrirtaekin eru í höndum einstakiinga; þeir eru sjálf-
ráðir að |)ví, hvað þeir láta framkvæma eða ekki irani-
kvæma — samkvæmt stjórnarskránni, eins og þeir segja
í Keflavík. Hvað á svo hið opinbera með að siegja þeim
fyrir verkum: þetta skaltu láta gera, en hitt skaltu Iáta;
ógert? Alis ekki neitt. — Það er vit í slíkri áætlun und-
ir þjóðskipuiagi Rússa; hjá okkur væri hún óframkvæm-
anlieg eins og sakir standa.
Menn eru farnir að líta á viðskiftakreppurnar eins og:
nokkurs konar náttúrufyrirbrigði, er hljóti að koma,
aftur og aftur með vissu árabili, eins og t. d. sumar
halastjörnur, og að undan þeim verði ekki flúið. Þetta
er ]ika 1 rauninni alveg hárrétt skoðun. Á meðan alt er
látið reka á reiðanum um framleiðsluna og dreifingu
hennar, hlýtur af því að leiða ofyrkju og viðskifta-
kreppu eins og þá, sem nú er að ríða þjóðfélögin á slig.
Og eftir því sem framleiðslukerfið verður flóknara og
umfangsmeira, færast kreppurnar í aukana, verða ill-
kynjaðri og örðugri viðfangs.
Skipulagsleysið er ein af orsökum heimskreppunnar.
En það er ekki eina orsökin.