Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 197
IÐUNN
Kvöld eitt, seint í ágúst —.
191'
drifin eltir jörðin sína eigin slóð. Á flótta undan sjálM
sér snýr hún alt af til baka.
Eitt ár köllum við áfangana á leið okkar. En við
reiknu.m í þúsundum ára og höfum enga von um að-
elta dauðann uppi.
Við plöntum krosstré í jörðina og föllum fram og
tilbiðjum; við rekum granna okkar í gegn með sverði
og tökum honum gröf, og við beygjum okkur yfir
diætur hanis með blíðuatlotum.
Áður en ár er liðið fæðist hefnandinn, og hann vex
upp og gerist afbragð annara manna um alls konar
ípróttir. En hendur Jiínar visna, og skynjanirnar 6víkja
þig. Og pú ferð á fætur um miðja nótt, því það gjalla
óp og það leiftrar af stáli í draumium þínum. Og þegar
þú ert á gangi, lútir þú að jörðu, eins og þú værir að
leita að fylgsni, þar sem þú gætir sofið draumlaust.
En þótt jörðin sé takmarkalaus í allar áttir, finnur þú
samt ekki fylgsni, sem er nægilega örugt.
Og Iiú leggur út á hafið í driunga og myrkri, þar
sem allra veðra er von, og þó hefir jni engin net að:
vitja um. Pað leiftra rosaljós í suðri; það hvessiir, og
])ú heggur þig áfram gegn um eimyrju af maureldi.
Þú veizt ekki sjálfur, hvert þú hefir farið; en fyrir
dögun ert þú aftur í höfn.
Og mánaskiftin koma og fara. Og jörðin byltir sér
að kulda geimsins, að íshveli dauðans. Og hún byltir
sér enn á ný að sólu, og hún ósar af frjósemd og
gróðri.
Og þú aflar þér fanga og safnar í hlöður. Og kvöld
eitt, seint í ágúst, situr þú úti á dyraheliunni og reykir
kvöldpípuna. Það skyggir. Það er bráðum mótt. Og þú
hallar þér aftur á bak og lætur líðia úr bakinu á þér -
svo sem eina stund eða þúsund ár.