Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 133
IÐUNN
Inngangur að Passiusálmunum.
12 T
um og lesa að eins út frá skilnmgi heilbrigðrar
skyniseam.
Hugmyndirnar um goðmögnin og hin óræðu tilveru-
stig eru í Eddu aldrei litaöar tilfinningasemi, og hetju-
dáðin, sem býður byrginn lífi og dauða, er þar æðsta
markmið, samsvarandi endurlausninni í kristnum skáld-
skap. En nú skyldi maður haldia, að hjá skáldum
þeim og guðsmönnum 17. aldarinnar, sem rá'ku hið
kristilega erindi yfirvaldanna, væri dauðinn hið mesta
fagnaðarefni sem hinn eini vegur til endurlausnarinna,r
fyrirheitna lands. Það mætti a. m. k. búast við því, að
þeir litu með fögnuði til þeas tíma, er þeir yrðu leystir
frá þessum táradal, sem þeir útmála svo herfilega í
ljóöum sínum, og ekki að ósekju. En fjarri fer því.
Hvergi gnæfir angistin og hrylilingin gagnvart dauðan-
um ö'llu hærra í bókmentum en í trúarljóðum þessara
skálda, sem með svo mikilli ákefð boðuðu hinum trúuðu
glæsilegt hástéttarríki með krásum, sönglist, guðlegri
ljósdýrð og iðjuleysi handan við gröf og dauða. Ekki
eru þeir fyr búnir að sleppa orðiinu um fögnuð þann,
senn bíði hinnar endurleystu sálar, en þeir taka að út-
mála fyrir sér tortímiingu mannsins í dauðanum með
skelfingu, sem í samanburði við hin heiðnu kvæði er
mjög sérkennileg. Svo ekki sé farið út fyrir Hallgrím,
skal bent á kvæði eins og Umþenking dauðans:
Ó, ó, hver vill mig verja / valdi dauðans fyrir, / þá
hann á líf vill herja, / hver vill liðsinna mér? / Ég finn
oft sinn / veikleika mikinn minn, / holdið við helju kvið-
ir, / hræðist þær sorgar tíðir, / ómildan óvin þann / ekki
þó forðast: kann. . . .
Allan fríðleik afmyndar (þ. e. dauðinn) / úr dregur
hlóðið rautt, / augnanna sjón og blindar, / yfirbragð gerir
snautt; / heyrn skír frá flýr, / fegurð í fölnun snýr, /