Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 188
182
Nýtt skáldrit
I0UNN1
fjörugrjóti getur hann ekki bygt. Hann þarf blágrýti,
brufótt, eggjað og höggvið. Mál hanis er mjög hrjúft,,
salt og beiskt. Hugkvæmnin er frábær, líkingaauður,
dýpt, þróttur, skrúð, tilprif og litauðgi. Orðsnild er,
hvar sem gripið er n.iður í sögunni. Halldór felur
(Oit í einu orði meira en aðrir í löngu máli. f „pvuh“
Eyjólfs gamla býr fyrirlitning heillar æfi fyrir mönn-
u:m og málefnum. Mál Halldórs er ástriðuríkt, en getur
líka verið einfalt og hlýtt. Hann nær alLs konar blæ-
brigðum, þýöum og hörðum, heitum og köldum.
Úr slíku máli gæti varla skapast samfeldur stíll,
enda er enn ekki komin festia í stil Halldórs, þótt sam-
ræmisfyilri s-é en í fyrri bókuin hans. Það er augljóst
af lausunginni i stilnum, hve sagnaskáld okkar hafa
verið áhrifalítil og fátæk, að geta ekki gefið Halldóri
méiri heimanfylgju. Hann þarf að gera tilraunir, leita
fyrir sér á öllum sviðum og taka U|)p aðferðir eriendra
skálda, eftir því sem við eðli hans sjálfs fellur. Stíll
hans verður þannig mjög persónulegur. Fyrst og fremst
•er hann bygður upp úr andstæðum. Augu Steinþórs eru
„með því einu sérkenni að vera i manni, en ekki hundi
c * eða draumi". Meö öðru eins gerir skáldið lesandann
ruglaðan, reiðan og æstan. Tilfinninganæmir menn geta
komist í 'uppnám út af slíku. Um leið og þeir ætla að
fara að njóta fegurðaráhrifanna að gömlum og góðurn
sið, slettir skáldið framan í þá einhverri „smekk-
leysunni“. Margir lesendur komast aldrei ínn úr skugg-
anum, sem ednstaka stílbrögð varpa. En fyrir and-
stæðukraft sinn verður stíllinn áhrifameiri og þrótt-
ugri. Litir hams eru sterkir og skærir. Hann er yfirlætis-
mikill og vekur athygli á sér. Oft draga einstaka setn-
ingar eða orðatiltæki athyglina frá hei.ldinni. Koma ,þar
fram einkenni íslendingsins að bíta sig í það einstaka,