Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 116
110
Inngangur að Passíusálmunum.
IÐUNN)
Eins og í sauri svín / sýti ég í eymd og pin,
og Hallgrímur Pétursson, sem er á mælikvarða vors
tíma smekklegri en obbinn af skáldprestum samtíðar
sinnar, hikar ekki viö að kenna sig við saurinn: Ég er
manneskjan alsaurug (Dagleg andvarpan). Enn einn
skáldpresturinn kemst svo að orði um synd lýðsins í
frægu kvæði:
Sig og aðra margir myrða, / magnast reiði Andskotans,
/ ekki par um hórdóm hirða, / hvergi verður á lygum
stanz, / okur og pjófnað einskis virða / innbyggjarar
pessa lands.
Bölmóður þessa einokunarástands lýsir sér mjög á-
preifanlega í þessari vísu:
Merkjum nú, kærustu Kristí börn, / pá kreppu, sem að
oss spennir. / Ekkert höfum vér afi né vörn / að útrýma
oss frá henni, / Guð náði vort fár og vanda. / Liggur
meðal leóna / vor líkaminn og önd, / luktur sem jómfrú í
trölla hönd / og reisir ei við rönd, / pví megn er ei
móti að standa.
TiL samanburðar við þessa íslenzku niðurlægingar-
sálma skal vitnað hér í kvæði eftir Paul Gerhardt, sem
skýrir mætavel þann sameiginlega hugsunarhátt, sem
þetta merkilega kúgunartæki hástéttarinnar, kristinn
dómur, innprentaði siðbótarþjóðunum. Kvæðið er um
hina sönnu sjálfsniðurlægingu, „die wahre Erniederung
seiner selbst“, og hijóðar svo:
Herr, ich will gar gerne bleiben / wie ich bin, dein
armer Hund, / will aucli anders nicht beschreiben / mich
und meines Herzens Grund.
Denn ich fiihle, was ich sei: / alles Böse wohnt mit
bei, / ich bin aller Schand ergeben, / unrein ist mein
ganzes Leben.
HUndisch ist mein Zorn und Eifer, / hiindisch ist mein