Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 66
60
Drottningin frá Saba.
iðunn
Svo varð aftur pögn.
Og enn líður klukkustund eftir klukkustund; loksins.
er biásið, við erum í Kalmar.
Nú var að duga eða diepast, nú átti slagurinn aði
standa! Eg strýk mig um kjammana — náttúrlega var
eg órakaður, pað var svo sem ekki að því að spyrja,
Þetta var líka bölvað ó’.ag að hafa ekki stöðvar með
fram brautinni par sem fólk gæti fengið sig rakað og'
litið út eins og menskir menn pegar eitthvað lá viö.
Eg heimtaði ekki fasta rakara á hverjum viðkomustað,
það gerði eg ekki, en við hitt varð að kannast, að við
fimtugustu hverja dvalarstöð var ekki ósanngjarnt að
krefjast rakara. Pað var mitt síðasta orð.
Svo nam lestin staðar.
Ég fer óðar út, ég stend og horfi á að drottningin
frá Saba fer lika út, en hún er á augabragði svo um-
kringd af fólki að pað eru engin tiltök fyrir mig að
nálgast hana. Ég sé meira að segja að ungur maður
kyssir hana — auðvitað bróðir hennar, hann á hér
heima, rekur hér fyrirtæki, pað er náttúrlega hann sem,
hún ætlar að heimsækja! Augnabliki síðar er hestvagni
ekið fram, hún stígur upp í vagninn og tveir - prir
aðrir á eftir henni, og burtu eru pau.
Ég stend eftir. Hún er rokin út i buskann rétt fyrir,
framan nefið á mér. Hafði ekki einu sinni hugsað sig
um. Gott og vel, víð pví varð ekki gert að sinni, jai
pegar ég hugsaði mig um nánar var ég henni nærri því
pakklátur fyrir að hafa gefið mér tíma til að raka mig
og dubba upp áður en ég gengi fyrir hana. Nú reið á
að nota tímann!
Meðan ég er að hugsa um þetta kemur til mín burð-
arkarl og býðst til að bera farangur minn.
Neá, ég hafði engam farangur.