Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 175
IÐUNN
Um tvent að velja.
169“
— Það yrði stórfé. Ég mundi náttúrlega sjá þér fyrir
ölltim þörfum — og svo auðvitað tóbaki — öll þessi
ár. og svo yrði það tólf hundruð krónur í peningum
út í hönd. Hátt á annað þúsund krónur! Ef þú fengir
það alt borgað í fimm króna seðlum, þá gætirÖu
þakið aðra króna hérna með seðlum, en ef það væri
í tíu króna........
— Ég vildi nú heldur fá eitthvað af því í hundrað.
króna seðlum.
Pétri óaði við þessu; þetta var svo stórkostlegt.
— En ef þú gætir nú ekki borgað alla þessa peninga?'
Það var efi í rómnum.
— Það er nú ekki hætta á því. Eftir átta ár, þá ve,rð-
ur Rúna mín orðin nítján, Palli átján og Sigga nærri
seytján, og svo hin, þau yngri. Ég hlýt að koimast yfir
erfiðleikana með alt þetta lið. — Svo gerum við
sttmplaðan samning um það, að geti ég ekki borgað
í peningum, þá eigirðu heimtingu á þessu út úr búinu.
Þú gætir t. d. tekið féð, ef þú vildir, en ég veit að1
það kemur aldrei til þess. Þennan samning gerum við
til þess að tryggja þig, og það er meira en venjulega
er gert. Þú hefir engan samning um árskaupið þitt
núna, og ég gæti neitað að borga þér það, en það ætlia
ég ekki að gera, því mér hefir fallið vel við þig, og vil
breyta heiðarlega, og eins veit ég að þú vilt gera.
— Já, ég er vanur því að breyta vel við meran, og
við þig, Árni minn, vil ég breyta eins og miskunnsamur
Farisei og reynast þér vel. Jú, það vil ég.
Árni hló innvortis.
— Þá skrifum við samninginn í kvöld, og svo færð
pú að geyma hann.
Árni steig niður úr garðanum, hissaði upp um sig.
buxunum, ók sér og tók pokann á öxlina.