Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1932, Blaðsíða 38
32
Ungir rithöfundar.
IÐUNN
mc'ð endurreisn íslenzkrar tungu, þegar straumar hinna
nýju bókmentastefna verða yfirsterkarl í bókmentum
vomm, en það var meÖ þessi orð eins og alla „lærða
drauga", það veittist erfitt að kveða þá niður, en nú
lítur út fyrir að það hafi tekist. — Það mun því mega
kveða svo að orði, að Davíð hafi fullkomnað það verk,
sem Jónas Hallgrimsson og fleiri hófu fyrir heilli ðld,
að hreinsa hin dauðu efni burt úr ljóðmálinu íslenzka
og gera það eins og það þarf að vera: lifandi, i sam,-
ræmi við það eðlilega og mælta mál — og um leið há-
ledtt og hljómfagurt, — hljómur og hreimur orðanna
er jafnan eitt það þýðingarmesta við ljóðagerðina, en
það á ekkert skylt við ambögur, ranga oröaskipun og
aðrar séxtkreddur, einis og sumir virðast halda, — sér-
staklega er byrjendum, sem halda að þeir séu — og
u'mfram alt þurfi að vera — eitthvað sérstæðir (eins
og það er kallað), hætt við að fálla í þá gildru, en sem
betur fer „eldist það af þeim“, ef þeir á annað borð'
nokkurn tima finna sjálfa sig í skáldskap sínum. . .
Og þó er það ekki þessi urnbót — þessi meðferð
Davíðs á málinu í ljóðum hans, sem fyrst og fremst
hefir fengið Lslenzka menn og konur til að dást að
Davíð og finna slög eigin hjarta undir strengjum hörpu
hans, heldur er það sú innri glóð gleði og kvala, sem
hirtist, lifandi samúð og sa^vitund með öllu og öllum,
tákmarkalaus hreiniskilni, sem gefi* eins og ósjálfráða
meðvitund um að Ijóð hans séu að túlka og skrifta
eitthvað af leyr n, kvölum og kendum allra
sálna:
„Alnr peir, sem orð mín skilja,
allir, sem mér lúta vilja,
krjúpa fyrir kvölum mínum
og konungs-draumum sínum.“